Eftir að flautað var til leiksloka þar sem Potúgal vann 2-0 sigur gegn Úrúgvæ og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum HM hélt Ronaldo því áfram fram að fyrra mark leiksins væri hans. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United, Bruno Fernandes, var sjálfur ekki viss og sagði að honum hefði fundist Ronaldo snerta boltann við fyrstu sýn.
Nú hefur íþróttavöruframleiðandinn Adidas hins vegar tekið allan vafa af þessu máli og birt gögn sem sýna að Ronaldo snerti aldrei boltann á leið sinni í netið.
„Með því að nota Connected Ball Technology í Adidas Al Rihla boltanum getum við sýnt fram á það að Cristiano Ronaldo snerti aldrei boltann á leið sinni í netið,“ stóð í yfirlýsingu Adidas um málið.
„Það mældist enginn utanaðkomandi kraftur eins og sjá má á „hjartalínuritinu“ á meðfylgjandi mynd.“
„500Hz IMU skynjarinn inni í boltanum gefur okkur mjög nákvæmar niðurstöður í greiningunni.“
Adidas have confirmed no contact was made between the World Cup matchball and Cristiano Ronaldo, thanks to a 500Hz IMU sensor and Connected Ball Technology housed in Adidas’s Al Rihla used in the tournament… 👀❌ pic.twitter.com/v9MvtFXnMT
— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 29, 2022