KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 23:31 Steinar Aronsson segir að KR-ingar þurfi að losa sig við þjálfarann til að snúa genginu við. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira