Nokkrir af þeim leikvöngum sem byggðir voru fyrir mótið eru með sérstakt loftræstingakerfi til að hjálpa leikmönnum á meðan leik stendur að kljást við þann mikla hita sem er í eyðimörkinni í Katar. Fjölmargir stútar á vallarmörkunum blása köldu lofti inn á völlinn.
Ef marka má orð brasilíska vængmannsins er loftræstingin þó ekki aðeins af því góða. Hann segir að loftræstingin hafi hreinlega valdið því að hann og aðrir meðlimir brasilíska liðsins hafi orðið veikir.
„Þetta er meira veikindi en eitthvað annað, í hálsinum. Það er loftræstingin. Það var ekki bara ég, heldur eru aðrir leikmenn með hósta og slæmir í hálsinum,“ sagði Antony.
Antony has claimed the air conditioning inside Qatar’s World Cup stadiums has been making him and other members of the Brazil squad ill. pic.twitter.com/W91t8zOWxr
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 29, 2022
Brasilíska liðið hefur leikið tvo leiki í G-riðli á HM og unnið þá báða. Liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum eftir sigra gegn Serbíu og Sviss.
Brössum nægir jafntefli í lokaleik riðilsins gegn Kamerún næstkomandi föstudag til að tryggja sér efsta sætið.