Fleiri fréttir

Lið TBR keppir í Evrópukeppni félagsliða

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er á meðal liða í Evrópukeppni félagsliða sem hefst í Zwolla í Hollandi í dag. Fyrsti leikur TBR er gegn franska liðinu Bordeaux Union St. Bruno sem var raðað annað inn í mótið.

Strákarnir eiga enn smá von - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið fær eitt tækifæri til viðbótar til þess að komast upp úr sínum riðli á Evrópumótinu í Danmörku þrátt fyrir að hafa hvorki fengið stig né skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu. Undanúrslitasæti og farseðill á Ólympíuleikana í London er því ekki alveg út úr myndinni þrátt fyrir tvö svekkjandi töp gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss.

Bjarni Þór: Getum ekki farið frá Danmörku án þess að skora

Íslenska 21 árs landsliðið er stigalaust og ekki enn búið að skora eftir fyrstu tvo leiki sína á EM í Danmörku. Íslenska liðið tapaði 0-2 á móti Sviss í dag og Bjarni Þór Viðarsson skilur ekki af hverju það var ekki meiri grimmd í íslenska liðinu í leiknum.

Scholes: Ég var ekki grófur leikmaður

Knattspyrnumaðurinn Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna segist ekki hafa verið grófur leikmaður. Hann segir ljótar tæklingar sínar hafa verið slæmri tímasetningu að kenna.

Suður-Ameríkukeppnin í uppnámi vegna öskuskýs

Julio Grondona, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, segir að leikjadagskrá Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta gæti raskast vegna öskufalls frá eldfjallinu Puyehue-Cordon Caulle í Síle.

Einar Daði mætir Seberle í Tékklandi

Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppir á miðvikudag og fimmtudag á sterku fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar Daði, sem er á 21. aldursári, keppir í tugþraut í karlaflokki.

Boateng hefur samið við Bayern München

Þýski landsliðsmaðurinn Jermoe Boateng sem er á mála hjá Manchester City hefur samþykkt fjögurra ára samning við Bayern München. Félögin eiga þó enn eftir að komast að samkomulagi.

Sigur hjá Serenu eftir árs fjarveru

Serena Williams sneri aftur á tennisvöllinn í dag eftir 12 mánaða fjarveru frá íþróttinni. Hún sigraði hina búlgörsku Tsvetana Pironkova í þremur settum í Eastbourne mótinu á Englandi í dag.

Danir unnu Hvít-Rússa og strákarnir eiga enn smá von

Íslenska 21 árs landsliðið á enn smá von að komast í undanúrslitin á EM í Danmörku þrátt fyrir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum. Danir unnu 2-1 sigur á Hvít-Rússum í seinni leik riðilsins í kvöld sem voru úrslit sem héldu von íslenska strákanna á lífi.

Ruud Gullit rekinn eftir aðeins sex mánuði í starfi

Forráðamenn rússneska liðsins Terek Grozny ráku í dag Ruud Gullit en hollenska þjálfarinn var aðeins búinn að vera sex mánuði í starfi hjá félaginu. Terek Grozny vann aðeins 3 sigra í fyrstu þrettán leikjum sínum undir stjórn Gullit.

Alfreð: Frammistaða mín döpur

Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik með íslenska U-21 landsliðinu gegn Sviss í dag, frekar en margir aðrir í íslenska liðinu. Leikurinn tapaðist, 2-0, og er Ísland enn án stiga eftir fyrstu tvo leikina í A-riðli á EM í Danmörku.

Aston Villa í viðræður við Alex McLeish

Forráðamenn Aston Villa ætla að fara í viðræður við Alex McLeish um að hann setjist í stjórastól félagsins á næsta tímabil. McLeish sagði upp störfum hjá nágrannaliðinu Birmingham á dögunum en Skotinn á reyndar eftir að ganga frá starfslokum sínum þar.

Birkir: Vorum ekki að spila fótbolta

Birkir Bjarnason kom inn á sem varmaður í síðari hálfleik gegn Sviss í dag. Leikurinn tapaðist þó á endanum, 2-0, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Helga Margrét mætt til Kladno og reynir við lágmark á HM í Daegu

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er komin til Kladno í Tékklandi þar sem að hún mun taka þátt í fyrstu sjöþrautinni sinni á þessu ári. Helga Margrét keppir þar í einni sterkustu sjöþrautarkeppni heims og það er til mikils að keppa fyrir bestu sjöþrautarkonu landsins.

Eyjólfur: Liðið í áfalli eftir fyrra markið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, segir að sínir menn hafi verið lengi að jafna sig á fyrra markinu sem Sviss skoraði í leik liðanna í kvöld. Markið kom eftir tæpa mínútu en Sviss vann á endanum 2-0 sigur.

Gylfi Þór: Er að spila langt undir getu

Gylfi Þór Sigurðsson segist fyrst og fremst vera ósáttur við sjálfan sig og hvernig hann hafi spilað í þessum fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM U-21 í Danmörku til þessa.

Tomas Svensson til Rhein-Neckar Löwen

Sænski markvörðurinn Tomas Svensson hefur gengið frá samningi við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen. Svensson er ráðinn sem markmannsþjálfari en mun leysa Goran Stojanovic af fyrri hluta næsta tímabils.

Moratti ósáttur við ummæli Sneijder

Massimo Moratti forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter er ekki sáttur við ummæli Wesley Sneijder. Hollenski miðjumaðurinn sagði aðeins æðri máttarvöld vita hvar framtíð hans lægi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United að undanförnu.

Hreinsun Elliðaánna heldur áfram

Síðari áfangi í hreinsun Elliðaánna verður unninn nk. fimmtudag, 16. júní, kl. 17:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta við veiðihúsið þann dag og taka þátt í þessu þakkláta verkefni.

Laxá í Kjós í góðum málum

Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri.

Laxveiðin á góðu róli

Blanda er að glæðast og Norðurá hefur verið í bærilegu lagi síðustu daga. Þverá/Kjarrá opna á morgun og uppúr helginni fer síðan skriðan af stað.

Umfjöllun: Borin von hjá strákunum eftir annað tap í Danmörku

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð á EM í Danmörku í dag þegar liðið varð að sætta sig við 0-2 tap á móti Sviss í Álaborg. Íslenska liðið hefur ekki enn náð að skora í mótinu, er stigalaust á botni riðilsins og á aðeins veika von um að komast í undanúrslitin.

Megum ekki vanmeta Íslendinga

Admir Mehmedi, sóknarmaður svissneska U-21 landsliðsins, segir að ekki megi vanmeta íslenska liðið sem verður næsti andstæðingur Svisslendinga á EM í Danmörku.

Svissnesk knattspyrna í blóma

Ísland mætir Sviss í riðlakeppni EM U-21 landsliða í Álaborg í dag. Fyrirfram verða Svisslendingar að teljast líklegri til sigurs en liðið sigraði Dani 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Gunnleifur: Sommer ekki jafngóður og menn vilja meina

Landsliðsmarkvörður Íslands, Gunnleifur Gunnleifsson, segir Yann Sommer markvörð U-21 landsliðs Sviss ekki jafngóðan og menn vilji meina. Gunnleifur var fenginn til að leysa Svisslendinginn af hólmi hjá FC Vaduz í Þýskalandi árið 2009.

Jón og Páll eru sterkustu menn heims

Þeir Jón Ingi Bergsteinsson og Páll Jóhannesson tróðu upp fyrir knattspyrnuáhugamenn í sérstöku "Fan-Zone“ fyrir Evrópumeistaramót U-21 landsliða hér í Álaborg.

Birmingham vill bætur vegna McLeish

Peter Pannu, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Birmingham, segir að félagið muni krefjast skaðabóta reyni Aston Villa að semja við Alex McLeish. McLeish sagði upp starfi sínu hjá Birmingham um helgina.

Rúrik á gulu spjaldi í dag

Rúrik Gíslason verður í leikbanni í leik Íslands og Danmerkur um helgina ef hann fær að líta gula spjaldið í leiknum gegn Sviss í dag. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina og nældi sér í áminningu á 79. mínútu leiksins.

Þjóðverjar fagna árangri Nowitzki

Aldrei þessu vant komst körfubolti á forsíðu íþróttablaðs Bild, mest lesna dagblaðs Þýskalands, í gær. Ástæðan að sjálfsögðu sigur Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum með Þjóðverjann Dirk Nowitzki fremstan í flokki.

Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina

Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt.

Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa

Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins.

Gott skot í Hörgá

"Ég og Daníél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá. Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg."

Ragna hlaut silfur í Litháen

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hlaut silfurverðlaun á alþjóðlega litháenska mótinu í badminton um helgina. Ragna beið lægri hlut gegn Íranum Chloe Magee í úrslitaleik 11-21 og 21-23.

Laxinn mættur í Sogið

Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna.

Sjá næstu 50 fréttir