Fótbolti

Gunnleifur: Sommer ekki jafngóður og menn vilja meina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sommer í leik með Grasshoppers
Sommer í leik með Grasshoppers Mynd/Getty Images
Landsliðsmarkvörður Íslands, Gunnleifur Gunnleifsson, segir Yann Sommer markvörð U-21 landsliðs Sviss ekki jafngóðan og menn vilji meina. Gunnleifur var fenginn til að leysa Svisslendinginn af hólmi hjá FC Vaduz í Þýskalandi árið 2009.

„Íslendingar eru búnir að sjá einn leik með honum og hann stóð sig vel í þeim leik. Hann er ekki jafngóður og menn vilja meina eftir fyrsta leik. Hann er efnilegur, engin spurning og stóð sig vel á móti Dönum," sagði Gunnleifur í samtali við Vísi.

Gunnleifur var fenginn til Vaduz ásamt þýskum markverði til að leysa Sommer af hólmi en hann var þá í láni frá svissneska liðinu Basel. Sommer fór síðar á lán til Grasshopper áður en hann vann sér fast sæti í liði Basel í vor.

Gunnleifur segir Sommer vera lítinn miðað við markvörð.

„Hann var ágætur hjá Vaduz, svona upp og niður. Ég man að hann átti í vandræðum með að fara út í fyrirgjafir. En það eru auðvitað tvö ár síðan," sagði Gunnleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×