Fótbolti

Jón Guðni: Fáir hjá okkur sem voru í takt við leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Íslenska 21 árs landsliðið fékk á sig mark eftir aðeins fimmtíu sekúndur á móti Sviss í dag og varð síðan að sætta sig við 0-2 tap. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson var daufur eftir leik.

„Við náðum aldrei að komast í takt við leikinn í fyrri hálfleik. Við fengum mark á okkur eftir eina mínútu og áttum erfitt uppdráttar eftir það," sagði Jón Guðni Fjóluson.

„Ég held að Svissararnir séu töluvert sterkari en Hvít-Rússar og þeir sýndu það í dag. Við vorum ekki á tánum og fengum það bara í bakið. Við áttum lítið meira skilið úr þessum leik," sagði Jón Guðni.

„Það voru fáir hjá okkur sem voru í takt við leikinn og það var ekki bara miðjan. Mér fannst Björn Bergmann koma vel inn í þetta en annars vorum við bara lélegir í dag," sagði Jón Guðni.

„Það sem er sárast er þessi byrjun og menn hafi ekki verið betur tilbúnir í leik sem við þurfum í það minnsta að fá eitt stig út úr. Það er frekar lélegt," sagði Jón Guðni en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×