Sport

Ragna hlaut silfur í Litháen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragna undirbýr sig af kappi fyrir ólympíuleikana í London
Ragna undirbýr sig af kappi fyrir ólympíuleikana í London Mynd/Auðunn
Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hlaut silfurverðlaun á alþjóðlega litháenska mótinu í badminton um helgina. Ragna beið lægri hlut gegn Íranum Chloe Magee í úrslitaleik 11-21 og 21-23.

Magee var fyrir mótið í 57. sæti heimslistans en Ragna í 78. sæti. Eftir öruggan sigur Magee í fyrstu lotu var sú síðari mun jafnari. Ragna leiddi hana lengi vel en varð að lokum að játa sig sigraða.

Árangur Rögnu á mótinu er glæsilegur. Í undanúrslitum sigraði hún Svisslendinginn Jeanine Cicognini í tveimur lotum en sú þótti líklegust til sigurs fyrir mótið.

Ljóst er að Ragna mun lækka sig á heimslistanum í kjölfar árangurs síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×