Fótbolti

Strákarnir eiga enn smá von - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Íslenska 21 árs landsliðið fær eitt tækifæri til viðbótar til þess að komast upp úr sínum riðli á Evrópumótinu í Danmörku þrátt fyrir að hafa hvorki fengið stig né skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu. Undanúrslitasæti og farseðill á Ólympíuleikana í London er því ekki alveg út úr myndinni þrátt fyrir tvö svekkjandi töp gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss.

Von strákanna liggur í að vinna Dani 4-1 (eða 4-0, 5-0, 5-1 og svo framvegis) og treysta á það að Svisslendingar vinni Hvít-Rússa í hinum leiknum í lokaumferðinni. Ísland, Danmörk og Hvíta-Rússland væru þá öll jöfn að stigum en íslenska liðið væri með bestan árangur úr innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Ísland og Hvíta-Rússland væru bæði með eitt mark í plús en íslenska liðið yrði ofar á fleiri mörkum skoruðum.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Sviss í Álaborg í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×