Svissnesk knattspyrna í blóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2011 14:15 Ottmar Hitzfeld þjálfari A-landsliðs Sviss er mættur til Danmerkur Mynd/Getty Images Ísland mætir Sviss í riðlakeppni EM U-21 landsliða í Álaborg í dag. Fyrirfram verða Svisslendingar að teljast líklegri til sigurs en liðið sigraði Dani 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlinum. Sviss varð í efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Liðið var með Tyrklandi, Georgíu, Armeníu, Eistlandi og Írum í riðli. Sviss sigraði í sex leikjum, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Tapleikirnir voru úti gegn Tyrkjum og óvænt 1-0 tap á heimavelli gegn Eistum. Líkt og hjá íslenska landsliðinu voru helstu stórstjörnur landsliðsins svo sem Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka fjarri góðu gamni í undankeppninni. Þrátt fyrir það vann Svis riðil sinn nokkuð sannfærandi. Í umspilinu tóku Svisslendingar frændur okkar Svía í kennslustund. Unnu heimaleikinn 4-1 og gerðu jafntefli 1-1 í síðari leiknum í Svíþjóð. Markvörður Sviss, Yann Sommer, varði vítaspyrnu Svía í stöðunni 3-1 í fyrri leiknum sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Svisslendingar hafa áður komist í úrslitakeppni Evrómótsins U-21 landsliða, árið 2002 og 2004. Í fyrra skiptið komust þeir alla leið í undanúrslit en höfnuðu í neðsta sæti riðils síns í síðara skiptið. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Svíþjóð 2009 eftir dramatískt einvígi gegn Spánverjum. Sviss vann heimaleikinn 2-1 en datt út eftir 3-1 tap í framlengdum leik á Spáni. Landslið Sviss skipað leikmönnum yngri en 17 ára varð heimsmeistari árið 2009. Nokkrir leikmenn U-21 landsliðsins léku með liðinu í mótinu. A-landslið Sviss hefur gert góða hluti á undanförnum árum. Liðið hefur verið fastagestur á stórmótum í knattspyrnu frá Evrópumótinu í Portúgal 2004. Sviss var gestgjafi á EM 2008 ásamt Austurríki og komst í lokakeppnir HM 2006 og 2010. Á HM 2006 í Þýskalandi féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Úkraínu. Sviss fékk ekki á sig mark í keppninni. Á HM 2010 í Suður-Afríku sigruðu þeir Spánverja afar óvænt í fyrsta leik keppninnar. Varnarleikur þeirra þótti til fyrirmyndar en markaleysi varð liðinu að falli. Sigurmarkið gegn Spánverjum var þeirra eina mark í keppninni. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja hjá íslensku strákunum í Álaborg í kvöld. Svissnesk knattspyrna er í blóma um þessar mundir og íslenskum lands- og félagsliðum hefur gengið illa í viðureignum sínum við Svisslendinga. Íslensku strákarnir eru þó ekki að ástæðulausu meðal þátttakanda í Danmörku og eru til alls vísir. Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Ísland mætir Sviss í riðlakeppni EM U-21 landsliða í Álaborg í dag. Fyrirfram verða Svisslendingar að teljast líklegri til sigurs en liðið sigraði Dani 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlinum. Sviss varð í efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Liðið var með Tyrklandi, Georgíu, Armeníu, Eistlandi og Írum í riðli. Sviss sigraði í sex leikjum, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Tapleikirnir voru úti gegn Tyrkjum og óvænt 1-0 tap á heimavelli gegn Eistum. Líkt og hjá íslenska landsliðinu voru helstu stórstjörnur landsliðsins svo sem Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka fjarri góðu gamni í undankeppninni. Þrátt fyrir það vann Svis riðil sinn nokkuð sannfærandi. Í umspilinu tóku Svisslendingar frændur okkar Svía í kennslustund. Unnu heimaleikinn 4-1 og gerðu jafntefli 1-1 í síðari leiknum í Svíþjóð. Markvörður Sviss, Yann Sommer, varði vítaspyrnu Svía í stöðunni 3-1 í fyrri leiknum sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Svisslendingar hafa áður komist í úrslitakeppni Evrómótsins U-21 landsliða, árið 2002 og 2004. Í fyrra skiptið komust þeir alla leið í undanúrslit en höfnuðu í neðsta sæti riðils síns í síðara skiptið. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Svíþjóð 2009 eftir dramatískt einvígi gegn Spánverjum. Sviss vann heimaleikinn 2-1 en datt út eftir 3-1 tap í framlengdum leik á Spáni. Landslið Sviss skipað leikmönnum yngri en 17 ára varð heimsmeistari árið 2009. Nokkrir leikmenn U-21 landsliðsins léku með liðinu í mótinu. A-landslið Sviss hefur gert góða hluti á undanförnum árum. Liðið hefur verið fastagestur á stórmótum í knattspyrnu frá Evrópumótinu í Portúgal 2004. Sviss var gestgjafi á EM 2008 ásamt Austurríki og komst í lokakeppnir HM 2006 og 2010. Á HM 2006 í Þýskalandi féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Úkraínu. Sviss fékk ekki á sig mark í keppninni. Á HM 2010 í Suður-Afríku sigruðu þeir Spánverja afar óvænt í fyrsta leik keppninnar. Varnarleikur þeirra þótti til fyrirmyndar en markaleysi varð liðinu að falli. Sigurmarkið gegn Spánverjum var þeirra eina mark í keppninni. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja hjá íslensku strákunum í Álaborg í kvöld. Svissnesk knattspyrna er í blóma um þessar mundir og íslenskum lands- og félagsliðum hefur gengið illa í viðureignum sínum við Svisslendinga. Íslensku strákarnir eru þó ekki að ástæðulausu meðal þátttakanda í Danmörku og eru til alls vísir.
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira