Umfjöllun: Borin von hjá strákunum eftir annað tap í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 14. júní 2011 14:30 Mynd/Anton Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð á EM í Danmörku í dag þegar liðið varð að sætta sig við 0-2 tap á móti Sviss í Álaborg. Íslenska liðið hefur ekki enn náð að skora í mótinu, er stigalaust á botni riðilsins og á aðeins veika von um að komast í undanúrslitin. Svisslendingar skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og bættu síðan við öðru marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Svissneska liðið óð í færum í fyrri hálfleik en íslenska liðið slapp hvað eftir annað með skrekkinn og gat þakkað fyrir að vera aðeins 0-2 undir í hálfleik. Fabian Frei skoraði fyrra markið eftir 50 sekúndur og lagði síðan upp það síðara fyrir Innocent Emeghara sem var íslenska liðinu afar erfiður í þessum leik. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleiknum en það dugði þó skammt. Von íslenska liðsins um að komast upp úr riðlinum er afar veik og getur dáið endanlega í kvöld nái Hvít-Rússar í stig á móti á Dönum. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta hræðilegur. Byrjunin var í það minnsta skelfileg. Varnarmenn Íslands reyndu að koma boltanum úr eigin varnarlínu en Svisslendingar pressuðu stíft, unnu boltann og komu honum inn fyrir. Shaqiri átti sendinguna, beint á Fabian Frei sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Eftir það hélt svissneska sýningin áfram. Íslendingar voru einfaldlega rotaðir. Þeir leyfðu þeim rauðklæddu að vera með boltann þar til að Svisslendingar fundu glufur á slakri íslenskri vörn og náðu þannig að ógna markinu. Á tíundu mínútu var Shaqiri nálægt því að skora eftir sendingu Frei en í þetta sinn var Haraldur á tánum og varði vel frá honum. Tíu mínútum síðar lék Emeghara illa á Eggert Gunnþór og var nálægt því að skora úr þröngu færi. Þessar 20 mínútur voru skelfilegar hjá íslenska liðinu. Eyjólfur þjálfari var brjálaður á hliðarlínunni og var það sjaldgæf sjón. Eftir því sem leið á hálfleikinn byrjuðu strákarnir að komast í aðeins betri takt við leikinn og fengu tvö ágæt færi. Fyrst reyndi Gylfi skot að marki sem var ekki langt frá því að hitta rammann en allt kom fyrir ekki. Svo náði Alfreð að spila Bjarna frían inn í teig en fyrirliðinn hikaði á ögurstundu og sendingin hans klikkaði. En það var fyrst og fremst pínlegt að sjá hvað strákarnir létu taka sig í bólinu í miðjubaráttunni. Allt of oft fengu miðjumenn Svisslendinga að athafna sig óáreittir og byggja upp þannig sínar sóknir. Annað mark lá í loftinu og eftir að Haraldur hafði varið glæsilega á 37. mínútu frá Gavranovic komust Svisslendingar í aðra sókn þremur mínútum síðar og skoruðu mark. Innocent Emeghara var þar að verki. Hann náði að lyfta boltanum yfir Harald sem var þó nálægt því að stöðva boltann. Allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik 2-0. Björn Bergmann Sigurðaron kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti nokkru lífi í leik íslenska liðsins. Eyjólfur Sverrisson þjálfari ákvað að láta liðið spila 4-4-2 og eftir um stundarfjórðung kom Birkir Bjarnason inn á fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Um þetta leyti besti kafli Íslands í leiknum. Kolbeinn var nálægt því að skora en Frei bjargaði boltanum á síðustu stundu. Hann stefndi þó út af. Stuttu síðar endaði boltinn í netinu eftir að Birkir stefndi skoti Kolbeins í markið en Rúrik Gíslason var dæmdur réttilega rangstæður. Mikið meira var það ekki. Afar lítið gerðist síðustu 20 mínútur leiksins og hann fjaraði einfaldlega út. Niðurstaðan er engu minna svekkjandi en um helgina þegar Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi en leikurinn var þó allt öðru vísi. Í dag töpuðum við Íslendingar fyrir miklu sterkara liði.Sviss - Ísland 2-0 Dómari: Marijo Strahonja, Króatíu (6) Skot (á mark): 13-9 (6-3) Varin skot: Sommer 2 - Haraldur 3 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstæður: 5-2 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð á EM í Danmörku í dag þegar liðið varð að sætta sig við 0-2 tap á móti Sviss í Álaborg. Íslenska liðið hefur ekki enn náð að skora í mótinu, er stigalaust á botni riðilsins og á aðeins veika von um að komast í undanúrslitin. Svisslendingar skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og bættu síðan við öðru marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Svissneska liðið óð í færum í fyrri hálfleik en íslenska liðið slapp hvað eftir annað með skrekkinn og gat þakkað fyrir að vera aðeins 0-2 undir í hálfleik. Fabian Frei skoraði fyrra markið eftir 50 sekúndur og lagði síðan upp það síðara fyrir Innocent Emeghara sem var íslenska liðinu afar erfiður í þessum leik. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleiknum en það dugði þó skammt. Von íslenska liðsins um að komast upp úr riðlinum er afar veik og getur dáið endanlega í kvöld nái Hvít-Rússar í stig á móti á Dönum. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta hræðilegur. Byrjunin var í það minnsta skelfileg. Varnarmenn Íslands reyndu að koma boltanum úr eigin varnarlínu en Svisslendingar pressuðu stíft, unnu boltann og komu honum inn fyrir. Shaqiri átti sendinguna, beint á Fabian Frei sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Eftir það hélt svissneska sýningin áfram. Íslendingar voru einfaldlega rotaðir. Þeir leyfðu þeim rauðklæddu að vera með boltann þar til að Svisslendingar fundu glufur á slakri íslenskri vörn og náðu þannig að ógna markinu. Á tíundu mínútu var Shaqiri nálægt því að skora eftir sendingu Frei en í þetta sinn var Haraldur á tánum og varði vel frá honum. Tíu mínútum síðar lék Emeghara illa á Eggert Gunnþór og var nálægt því að skora úr þröngu færi. Þessar 20 mínútur voru skelfilegar hjá íslenska liðinu. Eyjólfur þjálfari var brjálaður á hliðarlínunni og var það sjaldgæf sjón. Eftir því sem leið á hálfleikinn byrjuðu strákarnir að komast í aðeins betri takt við leikinn og fengu tvö ágæt færi. Fyrst reyndi Gylfi skot að marki sem var ekki langt frá því að hitta rammann en allt kom fyrir ekki. Svo náði Alfreð að spila Bjarna frían inn í teig en fyrirliðinn hikaði á ögurstundu og sendingin hans klikkaði. En það var fyrst og fremst pínlegt að sjá hvað strákarnir létu taka sig í bólinu í miðjubaráttunni. Allt of oft fengu miðjumenn Svisslendinga að athafna sig óáreittir og byggja upp þannig sínar sóknir. Annað mark lá í loftinu og eftir að Haraldur hafði varið glæsilega á 37. mínútu frá Gavranovic komust Svisslendingar í aðra sókn þremur mínútum síðar og skoruðu mark. Innocent Emeghara var þar að verki. Hann náði að lyfta boltanum yfir Harald sem var þó nálægt því að stöðva boltann. Allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik 2-0. Björn Bergmann Sigurðaron kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti nokkru lífi í leik íslenska liðsins. Eyjólfur Sverrisson þjálfari ákvað að láta liðið spila 4-4-2 og eftir um stundarfjórðung kom Birkir Bjarnason inn á fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Um þetta leyti besti kafli Íslands í leiknum. Kolbeinn var nálægt því að skora en Frei bjargaði boltanum á síðustu stundu. Hann stefndi þó út af. Stuttu síðar endaði boltinn í netinu eftir að Birkir stefndi skoti Kolbeins í markið en Rúrik Gíslason var dæmdur réttilega rangstæður. Mikið meira var það ekki. Afar lítið gerðist síðustu 20 mínútur leiksins og hann fjaraði einfaldlega út. Niðurstaðan er engu minna svekkjandi en um helgina þegar Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi en leikurinn var þó allt öðru vísi. Í dag töpuðum við Íslendingar fyrir miklu sterkara liði.Sviss - Ísland 2-0 Dómari: Marijo Strahonja, Króatíu (6) Skot (á mark): 13-9 (6-3) Varin skot: Sommer 2 - Haraldur 3 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstæður: 5-2
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti