Fótbolti

Birkir: Vorum ekki að spila fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason kom inn á sem varmaður í síðari hálfleik gegn Sviss í dag. Leikurinn tapaðist þó á endanum, 2-0, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Íslendingar náðu sér aldrei á strik í dag og létu mark Svisslendinga strax á fyrstu mínútu algerlega slá sig út af laginu.

„Við vorum að reyna að skora og fá smá hörku í leikinn. Reyna að jafna leikinn en það gekk ekki," sagði Birkir. „Það var bara engu líkara en að menn voru ekki klárir í þetta. Þetta er auðvitað erfitt eftir að hafa fengið á sig mark svona snemma."

„Við vorum einfaldlega ekki að spila fótbolta, eins og við gerðum á móti liðum eins og Þýskalandi, Englendingum og svona liðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×