Fótbolti

Jón og Páll eru sterkustu menn heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Þeir Jón Ingi Bergsteinsson og Páll Jóhannesson tróðu upp fyrir knattspyrnuáhugamenn í sérstöku „Fan-Zone" fyrir Evrópumeistaramót U-21 landsliða hér í Álaborg.

Saman skipa þeir dúettinn Strongest Man in the World eða einfaldlega SMW. Þeir eru báðir búsettir í Álaborg þar sem þeir eru í námi. Þeir eru því einnig í Íslendingafélaginu á svæðinu en um 3-400 Íslendingar búa í Álaborg.

Blaðamaður Vísis hitti á þá félaga skömmu áður en þeir tróðu upp og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×