Fótbolti

Björn Bergmann: Við ætlum að rústa síðasta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður í hálfleik í tapinu á móti Sviss á EM U21 í Danmörku í dag og náði að hleypa aðeins lífi í sóknarleik íslenska liðsins.

„Þetta gekk aðeins betur hjá okkur í seinni hálfleik en eins og allir sáu þá vorum við alveg hrikalegir í fyrri hálfleik. Við komum okkur aðeins í gang í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg," sagði Björn Bergmann Sigurðarson.

„Við náðum ekki að fá nógu mikið af færum en ég fékk eitt færi sem ég hefði getað klárað betur en svona er þetta bara," sagði Björn Bergmann.

„Við þurfum að vera aðeins harðari og það vantaði svolítið upp á baráttuna í dag. Okkur vantar líka lukkuna og hún hefði getað breytt öllu fyrir okkur," sagði Björn Bergmann.

„Það yrði hrikalega að detta svona út en það var bara rosalega erfitt að rífa sig upp eftir að hafa fengið mark á sig á fyrstu mínútu," sagði Björn Bergmann.

„Við förum í síðasta leikinn á fullu og ætlum að rústa honum," sagði Björn Bergmann að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×