Blaðamaður frá Sviss: Ísland hentar Sviss illa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 14. júní 2011 09:15 Leikmenn Sviss fagna sigrinum gegn Dönum um helgina. Nordic Photos / AFP Michele Coviello, íþróttablaðamaður frá Sviss, á von á því að það verði lítið skorað í leik Íslands og Sviss í EM U-21 liða í Danmörku í dag. Coviello starfar fyrir Aargauer Zeitung í Sviss og er staddur í Álaborg til að fjalla um Evrópumeistaramótið. „Þetta verður örugglega ekki auðveldur leikur fyrir svissneska liðið," sagði hann í samtali við Vísi. „Ég hef heyrt að Ísland spilar fótbolta sem hentar Sviss ekkert sérstakleag vel. Íslendingar spila sterka vörn og þjálfari Sviss hefur til að mynda sagt að hann óttist að sínir menn muni lenda í vandræðum í sóknarleiknum." Að sama skapi segir hann að lið Sviss sé með sterka vörn og því á hann ekki von á því að það verði skoruð mörg mörk í kvöld. „Við höfum sýnt að við getum spilað ágæta vörn en sérstaklega erum við með sterkan markvörð - Yann Sommer. Hann átti frábæran dag gegn Dönum um helgina. Hins vegar höfum við lent í vandræðum í vörninni og til að mynda þurft að vera með hægri bakvörð í stöðu vinstri bakvarðar." Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku um helgina og sigur í kvöld mun fleyta liðinu langleiðina í undanúrslitin. „Sigurinn um helgina var verðskuldaður miðað við frammistöðu liðsins í leiknum. En þeir voru líka heppnir. Sommer átti til dæmis frábæran leik í markinu og svo lítur út fyrir að Danir hafi skorað löglegt mark undir lok leiksins sem var dæmt af vegna rangstöðu." „Ég hef fundið það á viðtölum við leikmenn svissneska liðsins að þeir eigi von á erfiðum leik. Sérstaklega muni reyna mikið á líkamlegu hliðina þar sem íslensku leikmennirnir séu sterkir. Það er erfitt að spá um úrslit leiksins og kannski líklegast að niðurstaðan verði jafntefli." Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Michele Coviello, íþróttablaðamaður frá Sviss, á von á því að það verði lítið skorað í leik Íslands og Sviss í EM U-21 liða í Danmörku í dag. Coviello starfar fyrir Aargauer Zeitung í Sviss og er staddur í Álaborg til að fjalla um Evrópumeistaramótið. „Þetta verður örugglega ekki auðveldur leikur fyrir svissneska liðið," sagði hann í samtali við Vísi. „Ég hef heyrt að Ísland spilar fótbolta sem hentar Sviss ekkert sérstakleag vel. Íslendingar spila sterka vörn og þjálfari Sviss hefur til að mynda sagt að hann óttist að sínir menn muni lenda í vandræðum í sóknarleiknum." Að sama skapi segir hann að lið Sviss sé með sterka vörn og því á hann ekki von á því að það verði skoruð mörg mörk í kvöld. „Við höfum sýnt að við getum spilað ágæta vörn en sérstaklega erum við með sterkan markvörð - Yann Sommer. Hann átti frábæran dag gegn Dönum um helgina. Hins vegar höfum við lent í vandræðum í vörninni og til að mynda þurft að vera með hægri bakvörð í stöðu vinstri bakvarðar." Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku um helgina og sigur í kvöld mun fleyta liðinu langleiðina í undanúrslitin. „Sigurinn um helgina var verðskuldaður miðað við frammistöðu liðsins í leiknum. En þeir voru líka heppnir. Sommer átti til dæmis frábæran leik í markinu og svo lítur út fyrir að Danir hafi skorað löglegt mark undir lok leiksins sem var dæmt af vegna rangstöðu." „Ég hef fundið það á viðtölum við leikmenn svissneska liðsins að þeir eigi von á erfiðum leik. Sérstaklega muni reyna mikið á líkamlegu hliðina þar sem íslensku leikmennirnir séu sterkir. Það er erfitt að spá um úrslit leiksins og kannski líklegast að niðurstaðan verði jafntefli."
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti