Fótbolti

Jóhann Berg ekki í byrjunarliðinu - þrjár breytingar hjá Eyjólfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Sviss á Evrópumeistaramóti U-21 liða í Álaborg í dag. Jóhann er enn að glíma við axlarmeiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina.

Meiðsli Jóhanns voru þó ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast og gat hann æft með liðinu í gær. Hann gat þó ekki beitt sér eðlilega og er ljóst að hann hefur ekki náð sér nógu góðum í tæka tíð fyrir leikinn í dag. Jóhann verður þó á skýrslu í dag og gæti því komið við sögu sem varamaður.

Alfreð Finnbogason tekur stöðu Jóhanns í liðinu í dag.

Aron Einar Gunnarsson tekur út leikbann í dag og er því ekki í liði Íslands. Guðmundur Kristjánsson tekur stöðu hans á miðjunni við hlið Bjarna Þórs Viðarssonar. Þá er Arnór Smárason á bekknum í dag og Rúrik Gíslason í byrjunarliðinu.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af strákunum við komuna á völlinn í dag.

Lið Íslands:

Markvörður:

Haraldur Björnsson

Vörn:

Eggert Gunnþór Jónsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Jón Guðni Fjóluson

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðja:

Guðmundur Kristjánsson

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði

Gylfi Þór Sigurðsson

Sókn:

Rúrik Gíslason

Alfreð Finnbogason

Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×