Fótbolti

Ruud Gullit rekinn eftir aðeins sex mánuði í starfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruud Gullit.
Ruud Gullit. Mynd/AP
Forráðamenn rússneska liðsins Terek Grozny ráku í dag Ruud Gullit en hollenska þjálfarinn var aðeins búinn að vera sex mánuði í starfi hjá félaginu. Terek Grozny vann aðeins 3 sigra í fyrstu þrettán leikjum sínum undir stjórn Gullit.

Ramzan Kadyrov, forseti félagsins, gaf það út fyrir síðasta leik að liðið yrði að vinna Amkar Perm eða að Gullit yrði rekinn. Terek Grozny tapaði leiknum á sjálfsmarki á lokamínútunni og eigandinn stóð sið stóru orðin. Terek Grozny er í 14. sæti deildarinnar af sextán liðum eða í síðasta örugga sætinu í deildinni.

Gullit fékk 18 mánaða samning þegar hann var ráðinn og launin voru ekkert slor. Markmiðið var að koma liðinu í Evrópukeppni strax á fyrsta ári en það bendir fátt til þess að það takist úr þessu.

Auk slæms gengis þá var Gullit gagnrýndur fyrir að taka sér tvö aukadaga í frí í landsleikjahléinu á dögunum og fara síðan með leikmenn liðsins út á lífið þegar hann mætti loksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×