Fótbolti

Markvörður Sviss slær í gegn: Eins og að klæðast úlpu um vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Sommer spilar með Basel í Sviss
Sommer spilar með Basel í Sviss Mynd/Getty Images
Pierluigi Tami, landsliðsþjálfari U-21 liðs Sviss, lofaði markvörð liðsins, Yann Sommer, í hástert eftir sigurinn á Dönum um helgina.

Sommer er einn af bestu leikmönnum svissneska liðsins og fór á kostum í leiknum um helgina. Hann verður vafalaust í marki Sviss þegar að liðið mætir Íslandi í Álaborg síðar í dag.

„Það er álíka gott að vera með Yann Sommer í markinu og að klæðast góðri úlpu á köldum vetrardegi," sagði Tami eftir leikinn um helgina.

Sommer var þó ekki valinn maður leiksins gegn Dönum. Þann heiður hlaut Xherdan Shaqiri sem skoraði sigurmark Sviss í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×