Fótbolti

Danir unnu Hvít-Rússa og strákarnir eiga enn smá von

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen.
Christian Eriksen. Mynd/AP
Íslenska 21 árs landsliðið á enn smá von að komast í undanúrslitin á EM í Danmörku þrátt fyrir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum. Danir unnu 2-1 sigur á Hvít-Rússum í seinni leik riðilsins í kvöld sem  voru úrslit sem héldu von íslenska strákanna á lífi.

Nicolai Jørgensen tryggði Dönum sigurinn á 71. mínútu eftir að Christian Eriksen hafði jafnað leikinn úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Dmitri Baga kom Hvíta-Rússlandi í 1-0 á 20. mínútu.

Ísland kemst í undanúrslitin með því að vinna fjögurra marka sigur á Danmörku en Svisslendingar verða þá að vinna Hvít-Rússa í hinum leiknum í lokaumferðinni á laugardaginn.

Ísland, Danmörk og Hvíta-Rússland væru þá öll jöfn að stigum en íslenska liðið væri með bestan árangur úr innbyrðisleikjum þessara þriggja liða.

Það gæti nægt að vinna þriggja marka sigur ef íslenska liðið skorar flest mörk af liðunum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×