Fótbolti

Megum ekki vanmeta Íslendinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Mehmedi í A-landsleik gegn Englandi á dögunum
Mehmedi í A-landsleik gegn Englandi á dögunum Mynd/Getty Images
Admir Mehmedi, sóknarmaður svissneska U-21 landsliðsins, segir að ekki megi vanmeta íslenska liðið sem verður næsti andstæðingur Svisslendinga á EM í Danmörku.

Sviss vann um helgina 1-0 sigur á Dönum í A-riðli á meðan að Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 2-0. Sjálfsagt reikna ekki margir stuðningsmenn svissneska liðsins við mikilli mótspyrnu í dag en miklar vonir eru bundnar við lið Sviss í keppninni.

Mehmedi biður þó sína menn um að mæta með réttu hugarfari til leiks í dag.

„Markmiðið er að vinna Ísland en við megum ekki vanmeta þá. Þetta er sterkt mót og hingað komast ekki lið að ástæðulausu."

Xherdan Shaqiri skoraði sigurmark Sviss gegn Dönum um helgina og vonast til þess að sigurinn viti á gott fyrir framhaldið.

„Fyrst okkur tókst að vinna gestgjafana eigum við góðan möguleika á að ná árangri á þessu móti. Það býr mikið í okkar liði, þetta var frábær frammistaða hjá okkur og ef við höldum áfram á þessari braut getum við náð langt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×