Fleiri fréttir

Valur vann Þóris-mótið í Portúgal

Valur vann FH í úrslitaleik Þórismótsins í dag, mánudag, 1-0 en mótið er liður í æfingaferð liðanna í Portúgal og er minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést af slysförum á síðasta ári. ÍBV vann leikinn um þriðja sætið við Grindavík 2-1.

Einu yfir pari í morgun

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, fór fyrstu 11 holurnar á fjórða og síðasta hringum á Kanaríeyjarmótinu í morgun á einu höggi yfir pari. Ólöf María er því samanlagt á þremur höggum yfir pari og er í 38. sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum.

9 leikir í NBA í nótt

Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og nokkrar af aðal byssunum í deildinni voru í banastuði. Spennan í keppninni um sæti í úrslitakeppninni er að ná hámarki og línur eru teknar að skýrast nokkuð með niðurröðun liða.

DiMarco með forystuna

Chris DiMarco hefur forystu á 69. Mastersmótinu í golfi eftir maraþondag en flestir kylfingar luku við einn og hálfan hring, eða 27 holur. Þeim tókst ekki að ljúka við þriðja hring í gærkvöld vegna myrkurs. DiMarco er á 13 höggum undir pari en hann á enn níu holur eftir á þriðja hring og því virðist fátt getað komið í veg fyrir að hann klæðist græna jakkanum.

Oddaleikurinn í Eyjum í kvöld

ÍBV tekur á móti Fram í Vestmannaeyjum í oddaleik liðanna í DHL-deild karla í dag. Leikurinn hefst kl. 17. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, verður fjarri góðu gamni því hann var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ í gær þar sem hann var kominn með 11 refsistig.

Kemst Ólafur í úrslitaleikinn?

Ólafur Stefánsson og félagar í spænska liðinu Ciudad Real mæta franska liðinu Montpellier í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Frakklandi dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 15.

Sænska úrvalsdeildin hafin

Sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst í gær. Helsingborg sigraði Halmstad 2-0. Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður hjá Halmstad 20 mínútum fyrir leikslok.

Óvænt úrslit á Ítalíu

Óvænt úrslit urðu í ítalska boltanum í gærkvöld. AC Milan og Brescia skildu jöfn, 1-1. Rui Costa kom Milan yfir en Pierre Wome jafnaði metin fyrir Brescia fimm mínútum fyrir leikslok.

Ólöf lauk keppni á 4 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr golfklúbbnum Keili, hefur lokið keppni á golfmótinu á Tenerife á Kanaríeyjum á samtals 4 höggum yfir pari og hafnaði í 41.-48. sæti. Mótið er það fyrsta á evrópsku kvennamótaröðinni. Ólöf lék á 2 höggum yfir pari í dag.

W.B.A. jafnaði í viðbótartíma

W.B.A. náði að lyfta sér af fallsævði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að gera 1-1 jafntefli við Aston Villa. Paul Robinson jafnaði metin fyrir Westbrom á síðustu sekúndunni í viðbótartíma. Everton sem er í 4. sæti deildarinnar er nú 1-0 yfir gegn Crystal Palace en þar er hálfleikur. Tottenham tekur á móti Newcastle nú kl. 15.00.

Keane gæti verið á förum frá Spurs

Írski framherjinn Robbie Keane gæti verið á förum frá liði Tottenham Hotspurs í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu, ef marka má viðtal við knattpyrnustjóra félagsins í dag.

O´Leary æfur út í Ridgewell

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, vandaði ungum varnarmanni sínum ekki kveðjurnar eftir að Villa missti unninn leik niður í jafntefli fyrr í dag.

Pires áfram hjá Arsenal

Arsene Wenger knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal hefur tekið af allan vafa um framtíð knattspyrnumannsins Robert Pires hjá félaginu en hann staðfestir í viðtali við BBC í dag að franski miðjumaðurinn verði hjá félaginu a.m.k. út næsta tímabil.

Defoe kemur Spurs yfir

Jermaine Defoe hefur komið Tottenham Hotspurs yfir gegn Newcastle í ensku knattspyrnunni. Markið kom á 42. mínútu og með sigri kemst Tottenham í sjöunda sætið í deildinni.

Þróttur lagði KA í deildarbikarnum

Þróttur Reykjavík er komið á toppinn í 2. riðli A-deildar Deildarbikarkeppni karla í fótbolta eftir 0-1 útisigur á KA í Boganum á Akureyri í dag. Sævar Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu.

Montpellier yfir gegn Ciudad

Montpellier hefur yfir 18-17 gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real, í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Loeb vann Nýja-Sjálandsrallið

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastian Loeb, bar sigur úr býtum í Nýja-Sjálandsrallinu sem lauk í morgun. Loeb, sem ekur Citroen, var 50 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm sem ekur Peugeot. Norðmaðurinn Petter Solberg á Subaru varð þriðji.

Everton sigraði Palace

Everton nýtti sér tap granna sinna í Liverpool í gær og tryggðu sig í fjórða sæti deildarinnar áðan, þegar þeir tóku Crystal Palace í bakaríið, 4-0 á heimavelli sínum.

Tiger fer hamförum á Masters

Tiger Woods er efstur á samtals 11 höggum undir pari eftir þriðja hring á US Mastersmótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Woods sem var í 36. sæti eftir fyrsta hring hefur hreint farið á kostum eftir dapra byrjun. Woods náði 9 fuglum á þriðja hring en hann fékk 7 fugla í röð.

Loeb sigraði á Nýja-Sjálandi

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb á Citroen, sigraði örugglega í Nýja-Sjálands rallýinu um helgina og eftir góðan akstur á fyrstu tveimur mótsdögunum, var aðeins formsatriði fyrir hann að klára keppnina og það gerði hann með stæl í dag.

Barrera varði titil sinn í WBC

Mexíkóski boxarinn Jose Antonio Barrera varði titil sinn í fjaðurvigt WBC sambandsins nokkuð auðveldlega í nótt, þegar hann lumbraði á Suður-Afríkumanninum Mzonke Fana.

Ciudad í úrslitaleikinn

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta en liðið tapaði með tveggja marka mun fyrir franska liðinu Montpellier, 33-31. Það kemur ekki að sök þar sem Ciudad sigraði fyrri leik liðanna á Spáni með 6 mörkum. Ólafur fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik.

Real yfir gegn Barcelona

Zinedane Zidane hefur komið Real Madrid 1-0 yfir gegn Barcelona í toppslag spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en leikurinn hófst kl. 17.00. Markið kom strax á 7. mínútu eftir frábæran undirbúning brasilíska sóknarmannsins Ronaldo. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Tottenham lagði Newcastle

Tottenham komst í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag, þegar þeir lögðu Newcastle 1-0 á heimavelli sínum White Hart Lane.

Ronaldo kemur Real í 2-0

Ronaldo er búinn að koma Real Madrid í 2-0 gegn erkifjendum sínum í Barcelona í hörkuleik sem stendur yfir í Madrid.

Barcelona minnkar muninn

Samuel Eto´o er búinn að minnka muninn fyrir Barcelona gegn Real Madrid í stórkostlegum knattspyrnuleik sem stendur yfir í Madrid og er í beinni útsendingu á Sýn.

Jakob Jóhann sigraði í Amsterdam

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi náði þeim fína árangri að sigra í 100 metra bringusundi á alþjóðlegu móti sem haldið er í Amsterdam um helgina. Jakob var nokkuð frá sínu besta, en náði engu að síður að sigra í sundinu.

Real leiðir 3-1 í hálfleik

Real Madrid hefur 3-1 forskot gegn erkifjendum sínum í Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum, sem stendur yfir í Madrid núna. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefur verið sannkölluð flugeldasýning það sem af er.

Silja sigraði í Clemson

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona vann auðveldan sigur í 400 metra grindahlaupi á Móti í Clemson í Suður-Karolínufylki í gærkvöldi.

Hokkílandsliðið fellur

Íslenska landsliðið í íshokkí er fallið niður í 3. deild landsliða, eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Serbíu um helgina.

Mörkunum rignir í Madrid

Staðan í leik Real Madrid og Barcelona er orðin 4-2 fyrir heimamenn. Michael Owen kom Real í 4-1 eftir um klukkutíma leik eftir glæsilega sendingu frá landa sínum David Beckham og úrslitin virtust ráðin í leiknum.

Sænska deildin byrjuð

Í gær hófst keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þá var á dagskrá einn leikur. Tveimur leikjum er lokið í dag og þrír leikir fara fram í kvöld. Fyrstu umferðinni líkur svo á mánudag.

Vaughan setti met

Táningurinn James Vaughan hjá Everton komst í metabækurnar í dag þegar hann skoraði síðasta mark sinna manna í 4-0 sigri á Crystal Palace.

Detroit lagði Miami

Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA deildinni í körfubolta. Meistarar Detroit Pistons minntu rækilega á sig þegar þeir lögðu Miami Heat á útivelli, 80-72.

Woods í forystu, Els í erfiðleikum

Suður-Afríski kylfingurinn Ernie Els var ekki að gera gott mót á Mastersmótinu um helgina og lauk keppni í kvöld á 10 höggum undir pari og náði sér aldrei á strik á mótinu.

Kalandaze hetja ÍBV

Tite Kalandaze tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitum í DHL-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á síðustu sekúndu oddaleiks ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum í gær.

ÍBV komið í undanúrslitin

Lið ÍBV úr Vestmannaeyjum tryggði sér í kvöld þáttökurétt í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik, þegar liðið lagði Fram með eins marks mun í oddaleik í Eyjum, 25-24.

Sacramento vann LA Lakers

Lið Sacramento Kings er að finna taktinn sóknarlega eftir að miklar breytingar voru gerðar á liðinu í kjölfar leikmannaskiptanna sem sendu Chris Webber til Philadelphia 76ers.

Bráðabani á Masters

Spennan er í hámarki á Mastersmótinu í golfi, sem fram fer á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum og nú er að hefjast bráðabani milli Tiger Woods og Chris DiMarco um sigurinn á mótinu.

Woods í græna jakkann

Tiger Woods tryggði sér nú rétt í þessu sigurinn á Mastersmótinu í golfi, eftir að hann sigraði Chris DiMarco í bráðabana.

Ólöf María að leika vel

Ólöf María Jónsdóttir, gofkona úr Keili er að gera fína hluti á Tenerife, þar sem hún er í sinni fyrstu keppni á evrópsku mótaröðinni.

Veðurguðirnir enn erfiðir

Enn setja veðurguðirnir strik í reikninginn á Mastersmótinu í golfi en keppni var frestað síðdegis í gær vegna úrhellis. Þá voru þrír kylfingar efstir og jafnir á fimm höggum undir pari, þeir Luke Donald, David Howell og Chris DiMarco.

Guðmundur ver mark Mosfellinga

Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu en Guðmundur, sem er 41 árs, hefur verið í atvinnumennsku undanfarin ár, nú síðast með Kronau Östringen í Þýskalandi. Örn Franzson, stjórnarmaður í Aftureldingu, staðfesti þetta við íþróttadeildina.

Sjá næstu 50 fréttir