Sport

Loeb sigraði á Nýja-Sjálandi

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb á Citroen, sigraði örugglega í Nýja-Sjálands rallýinu um helgina og eftir góðan akstur á fyrstu tveimur mótsdögunum, var aðeins formsatriði fyrir hann að klára keppnina og það gerði hann með stæl í dag. Annar í keppninni varð Marcus Grönholm frá Finnlandi, en hann kom í mark tæpum 50 sekúndum á eftir frakkanum og ekur á Peugeot. Í þriðja sæti varð Petter Solberg á Subaru, en hann hefur nú aðeins eins stigs forystu á heimsmeistarann Loeb í heildar stigakeppni ökumanna eftir úrslit dagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×