Sport

Veðurguðirnir enn erfiðir

Enn setja veðurguðirnir strik í reikninginn á Mastersmótinu í golfi en keppni var frestað síðdegis í gær vegna úrhellis. Þá voru þrír kylfingar efstir og jafnir á fimm höggum undir pari, þeir Luke Donald, David Howell og Chris DiMarco. Stigahæsti kylfingur heims, Vijay Singh, er á fjórum höggum undir pari og meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á tveimur undir pari. Tiger Woods er á tveimur yfir pari. Enginn kylfingur var kominn lengra en á tíundu holu á öðrum hring. Í dag er ætlunin að spila 36 holur eða tvo hringi. Keppni hefst klukkan 13.30 en bein útsending frá þriðja hring Mastersmótsins hefst á Sýn kl. 20 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×