Sport

Barrera varði titil sinn í WBC

Mexíkóski boxarinn Jose Antonio Barrera varði titil sinn í fjaðurvigt WBC sambandsins nokkuð auðveldlega í nótt, þegar hann lumbraði á Suður-Afríkumanninum Mzonke Fana. Barrera sló andstæðing sinn í gólfið strax eftir tæpar tvær mínútur í annari lotu í bardaga sem var aldrei mjög spennandi. Þetta var 60. sigur Barrera á ferlinum og hann hefur aðeins tapað fjórum bardögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×