Sport

Ólöf lauk keppni á 4 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr golfklúbbnum Keili, hefur lokið keppni á golfmótinu á Tenerife á Kanaríeyjum á samtals 4 höggum yfir pari og hafnaði í 41.-48. sæti. Mótið er það fyrsta á evrópsku kvennamótaröðinni. Ólöf lék á 2 höggum yfir pari í dag. Hún byrjaði fyrstu tvær holurnar á pari en fékk svo tvo skolla í röð. Eftir það paraði hún næstu 3 holur en náði fugli á 8. holu, þrettándu og 17. holu en á síðustu holu fékk hún skolla. Ekki er ljóst hver peningaverðlaun Ólafar Maríu verða en heildarupphæð verðlaunanna eru 242.000 Evrur eða rúmar 19 milljónir íslenskra króna. Miriam Nagl frá Þýskalandi og Ludivine Kreutz eru efstar á samtals 9 undir pari þegar skammt er eftir. Kreutz á 4 holur eftir en Nagl þrjár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×