Sport

Loeb vann Nýja-Sjálandsrallið

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastian Loeb, bar sigur úr býtum í Nýja-Sjálandsrallinu sem lauk í morgun. Loeb, sem ekur Citroen, var 50 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm sem ekur Peugeot. Norðmaðurinn Petter Solberg á Subaru varð þriðji. Í stigakeppni ökuþóra hefur Petter Solberg eins stigs forskot á Loeb en Eistinn Markko Maertin er þriðji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×