Sport

Pires áfram hjá Arsenal

Arsene Wenger knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal hefur tekið af allan vafa um framtíð knattspyrnumannsins Robert Pires hjá félaginu en hann staðfestir í viðtali við BBC í dag að franski miðjumaðurinn verði hjá félaginu a.m.k. út næsta tímabil. Orðrómur hefur verið uppi um að Pires sé á förum frá Englandsmeisturunum en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Wenger segir fjölmiðla hafa farið með rangt mál varðandi samning Pires sem sagður var verða samningslaus í sumar. Raunin sé hins vegar sú að í samningi leikmannsins er klásúla þess efnis að félagið eigi möguleika á að framlengja hann til næsta tímabils. "Við ákváðum að nýta okkur þann rétt. Pires verður 33 ára á næsta ári og eftir það getum við gert árs til árs samning við hann" sagði Wenger og ekki á honum að merkja að félagið hyggjist losa sig við leikmanninn nærri því strax.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×