Sport

Jakob Jóhann sigraði í Amsterdam

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi náði þeim fína árangri að sigra í 100 metra bringusundi á alþjóðlegu móti sem haldið er í Amsterdam um helgina. Jakob var nokkuð frá sínu besta, en náði engu að síður að sigra í sundinu. Anja Ríkey Jakobsdóttir hafnaði í þriðja sæti í 100 metra baksundi og var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu. Hún náði því takmarki sínu með því að komast á verðlaunapall á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×