Sport

Sænska deildin byrjuð

Í gær hófst keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þá var á dagskrá einn leikur. Tveimur leikjum er lokið í dag og þrír leikir fara fram í kvöld. Fyrstu umferðinni líkur svo á mánudag. Það voru Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Halmstad sem riðu á vaðið, þegar þeir sóttu Helsingborg heim og þurftu að sætta sig við 2-0 tap. Gunnar kom inn á sem varamaður á 73. mínútu leiksins. Tveimur leikjum er lokið í dag. Kalmar sigraði lið Gefle 1-0 og Hjálmar Jónsson og félagar í IFK Gautaborg sigruðu Malmö á útivelli, 1-2. Hjálmar lék allan leikinn fyrir lið Gautaborgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×