Sport

Woods í forystu, Els í erfiðleikum

Suður-Afríski kylfingurinn Ernie Els var ekki að gera gott mót á Mastersmótinu um helgina og lauk keppni í kvöld á 10 höggum undir pari og náði sér aldrei á strik á mótinu. Els lék fyrsta hringinn á 75 höggum, annan á 73 og þann síðasta á 78 höggum, en Augusta völlurinn er par 72 og því verður árangur hans að teljast ansi slakur. Fyrirfram var búist við að Els myndi veita þeim Tiger Woods, Vijay Singh og Phil Mickelson harða keppni og talað var um Masters mótið sem keppni hinna "stóru fjóru". Tiger Woods er í forystu á mótinu, en hann hefur tveggja högga forskor á landa sinn Chris DiMarco og er að leika á 12 undir pari og hefur hreinlega farið á kostum á síðari hluta mótsins eftir erfiða byrjun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×