Sport

Defoe kemur Spurs yfir

Jermaine Defoe hefur komið Tottenham Hotspurs yfir gegn Newcastle í ensku knattspyrnunni. Markið kom á 42. mínútu og með sigri kemst Tottenham í sjöunda sætið í deildinni. Everton er í góðri stöðu gegn Crystal Palace og hefur yfir 3-0 í leiknum. Tim Cahill er búinn að skora tvö marka Everton, sem greinilega hyggjast nýta sér tap granna sinna í Liverpool í gær og koma sér í góða stöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×