Sport

Bráðabani á Masters

Spennan er í hámarki á Mastersmótinu í golfi, sem fram fer á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum og nú er að hefjast bráðabani milli Tiger Woods og Chris DiMarco um sigurinn á mótinu. Tiger Woods átti góða möguleika til að klára mótið nú fyrir skömmu, en honum mistókst pútt á síðustu holunni og taugar DiMarco héldu og hann knúði fram bráðabana. Báðir léku þeir á 12 undir pari á mótinu, en DiMarco lék síðasta hringinn á 68 höggum undir pari, þremur höggum betur en Woods sem var á 71 höggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×