Sport

Tottenham lagði Newcastle

Tottenham komst í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag, þegar þeir lögðu Newcastle 1-0 á heimavelli sínum White Hart Lane. Það var enski landsliðsmaðurinn Jermain Defoe sem skoraði sigurmark heimamanna á 42. mínútu og þar við sat. Liðið er eins og áður sagði komið í sjöunda sæti deildarinnar, sem hugsanlega gæti gefið sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×