Sport

Hokkílandsliðið fellur

Íslenska landsliðið í íshokkí er fallið niður í 3. deild landsliða, eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Serbíu um helgina. Íslenska liðið sigraði lið Norður-Kóreu 3-2 á mótinu, en þurfti að sætta sig við töp gegn Belgum 3-4, Serbum 2-11 og Spánverjum 2-5. Íslenska liðið þótti vera að leika þokkalega á mótinu, sem var mjög jafnt og var lítill munur milli efstu og neðstu liða í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×