Sport

Jóhannes skoraði fyrir Start

Norski boltinn er farinn að rúlla á ný og nokkrir leikir voru á dagskrá í dag. Jóhannes Harðarson skoraði þriðja mark Start í góðum 3-1 sigri þeirra á Lilleström og Hannes Þ. Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Egil Östenstad fyrirViking, í 2-1 sigri þeirra á Bodö/Glimt. Önnur úrslit í norska boltanum í dag urðu þannig að Rosenborg náði mjög óvænt aðeins jafntefli á heimavelli við Aalesund 2-2, Lyn og Fredrikstad gerðu 1-1 jafntefli, sem og Odd Grenland og Tromsö. Einum leik er ólokið í dag, en það er leikur Árna Gauts Arasonar og félaga í Valerenga við lið Ham-Kam. Valerenga var raunar undir 1-0 í leiknum þegar síðast fréttist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×