Sport

Vaughan setti met

Táningurinn James Vaughan hjá Everton komst í metabækurnar í dag þegar hann skoraði síðasta mark sinna manna í 4-0 sigri á Crystal Palace. Vaughan varð yngsti leikmaðurinn í sögu Úrvalsdeildarinnar til að skora mark, en hann er aðeins 16 ára og 271 dags gamall. Þar með skaut hann stórum nöfnum eins og fyrrum Everton leikmanninum Wayne Rooney og Michael Owen ref fyrir rass. "Við eigum í vandræðum með framherja og þegar maður er með þröngan hóp, verður það oft til þess að yngri leikmenn fái frekar tækifæri. Vaughan fékk sína eldskírn í dag og nýtti hana fullkomlega. Ég samgleðst honum innilega," sagði Alan Irvine, aðstoðarþjálfari Everton í viðtali eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×