Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Elísa Kristinsdóttir var stjarnan eftir frábæra og sögulega frammistöðu i Gyðjunni. Hún hljóp hundrað kílómetra á mettíma. @sulurvertical Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical) Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical)
Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira