Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Elísa Kristinsdóttir var stjarnan eftir frábæra og sögulega frammistöðu i Gyðjunni. Hún hljóp hundrað kílómetra á mettíma. @sulurvertical Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical) Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical)
Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira