Sport

Ólöf María að leika vel

Ólöf María Jónsdóttir, gofkona úr Keili er að gera fína hluti á Tenerife, þar sem hún er í sinni fyrstu keppni á evrópsku mótaröðinni. Ólöf tryggði sig í gegn um úrskurðinn á mótinu í gær og í dag er hún að leika á höggi undir pari eftir fyrstu níu holurnar og er því á einu höggi yfir pari í heildina. Ólöf fór fyrstu 9 holurnar í morgun á einu höggi undir pari, eða 35 höggum og fékk meðal annars 3 fugla. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta, þar sem fylgjast má grannt með gangi Ólafar á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×