Sport

Þróttur lagði KA í deildarbikarnum

Þróttur Reykjavík er komið á toppinn í 2. riðli A-deildar Deildarbikarkeppni karla í fótbolta eftir 0-1 útisigur á KA í Boganum á Akureyri í dag. Sævar Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu. Þróttur er efst í riðlinum með 13 stig eftir 7 leiki, Íslandsmeistarar FH í 2. sæti með 11 stig eftir 6 leiki og KR í 3. sæti með 11 stig eftir 5 leiki. Næsti leikur í riðlinum fer fram á Framvelli næsta fimmtudagskvöld kl. 19.00 þar sem Fram tekur á móti KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×