Sport

O´Leary æfur út í Ridgewell

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, vandaði ungum varnarmanni sínum ekki kveðjurnar eftir að Villa missti unninn leik niður í jafntefli fyrr í dag. Ridgewell fékk að líta rauða spjaldið eftir um klukkutíma leik, fyrir stympingar við Jonathan Greening hjá West Brom, sem einnig var vikið af leikvelli fyrir hátterni sitt. Mörgum þótti brottrekstur leikmannanna tveggja nokkuð strangur dómur, en O´Leary var engan veginn á þeim buxunum að verja sinn mann. "Mér er gróflega misboðið og ég á ekki til orð til að lýsa hve vonsvikinn ég er út í Ridgewell fyrir að haga sér svona og láta  reka sig út af. Mér dettur ekki í hug að verja hann og hann átti skilið að vera rekinn útaf fyrir þetta. Hann brást liðinu og nú erum við komnir í mikil vandræði með varnarmenn í næstu leikjum," sagði O´Leary æstur eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×