Sport

Valur vann Þóris-mótið í Portúgal

Valur vann FH í úrslitaleik Þórismótsins í dag, mánudag, 1-0 en mótið er liður í æfingaferð liðanna í Portúgal og er minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést af slysförum á síðasta ári. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins fyrir Val. ÍBV vann leikinn um þriðja sætið við Grindavík 2-1. Steingrímur Jóhannesson og Ian Jeffs skoruðu fyrir Eyjamenn en Óskar Örn Hauksson mark Grindvíkinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×