Sport

DiMarco með forystuna

Chris DiMarco hefur forystu á 69. Mastersmótinu í golfi eftir maraþondag en flestir kylfingar luku við einn og hálfan hring, eða 27 holur. Þeim tókst ekki að ljúka við þriðja hring í gærkvöld vegna myrkurs. DiMarco er á 13 höggum undir pari en hann á enn níu holur eftir á þriðja hring og því virðist fátt getað komið í veg fyrir að hann klæðist græna jakkanum. Það er helst Tiger Woods sem getur veitt honum keppni en Woods fór hamförum í gær. Hann lék samtals 26 holur og krækti sér í 12 fugla og er annar á níu höggum undir pari og á níu holur eftir af þriðja hring. Daninn Thomas Björn er þriðji á átta höggum undir pari en hann á einnig níu holur eftir af þriðja hring. Stigahæsti kylfingur heims, Vijay Singh, ásamt Rod Pampling og Mark Hensby eru allir á fjórum undir pari en sex kylfingar eru einu höggi á eftir þeim. Phil Mickelson í þeim hópi en hann á titil að verja á mótinu. Bein útsending frá lokadegi Mastersmótsins hefst á Sýn klukkan 19.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×