Sport

Celtic í úrslit skoska bikarsins

Lið Glasgow Celtic er komið í úrslitaleikinn í skoska bikarnum, eftir nauman 2-1 sigur á Hearts nú fyrir skömmu. Það var enginn annar en vandræðagemlingurinn Craig Bellamy sem tryggði liðinu sigur í leiknum, en hann skoraði annað mark Celtic eftir að Chris Sutton hafði komið þeim yfir í byrjun leiks. Celtic er því komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og Bellamy hefur reynst liðinu gríðarlega mikilvægur síðan hann kom til þeirra að láni frá Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×