Sport

W.B.A. jafnaði í viðbótartíma

W.B.A. náði að lyfta sér af fallsævði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að gera 1-1 jafntefli við Aston Villa. Paul Robinson jafnaði metin fyrir Westbrom á síðustu sekúndunni í viðbótartíma. Darius Vassell kom Villa  yfir sem er nú í 10. sæti með 42 stig, 7 stigum frá Evrópusæti. W.B.A. náði að lyfta sér upp í 17. sæti þar sem liðið er með 28 stig, einu stigi á undan Southampton. Liam Ridgewell hjá Villa og Jonathan Greening hjá Westbrom fengu rauða spjaldið fyrir að lenda í nettum ryskingum og bæði lið léku með 10 menn innanborðs síðusta hálftímann. Everton sem er í 4. sæti deildarinnar er nú 1-0 yfir gegn Crystal Palace en þar er hálfleikur. Mikel Arteta skoraði markið á 8. mínútu. Tottenham tekur á móti Newcastle nú kl. 15.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×