Sport

Keane gæti verið á förum frá Spurs

Írski framherjinn Robbie Keane gæti verið á förum frá liði Tottenham Hotspurs í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu, ef marka má viðtal við knattpyrnustjóra félagsins í dag. Martin Jol hefur verið að funda með leikmanninum undanfarið, eftir að hann var sektaður fyrir að bregðast reiður við þegar hann var ekki settur inn á í leik liðsins fyrir skömmu. Keane var tjáð að liðið hugsaði um annað og meira en að gera honum persónulega til geðs og í viðtalinu í dag var þjálfari hans hreint ekki viss um að leikmaðurinn ætti framtíðina fyrir sér hjá félaginu. "Robbie er búinn að vera góður hjá okkur í vetur og hefur hjálpað okkur að vinna marga leiki. Það er hinsvegar erfitt fyrir okkur að gera öllum til hæfis, því Jermaine Defoe hefur einnig verið að leika mjög vel. Ef Keane er ósáttur við stöðu mála og líður ekki vel hjá félaginu, má hinsvegar vel vera að hann vilji fara í sumar. Við vonum að svo verði ekki því við þurfum á honum að halda," sagði Martin Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×