Sport

Everton sigraði Palace

Everton nýtti sér tap granna sinna í Liverpool í gær og tryggðu sig í fjórða sæti deildarinnar áðan, þegar þeir tóku Crystal Palace í bakaríið, 4-0 á heimavelli sínum. Tim Cahill skoraði tvö marka Everton, Mikel Arteta skoraði eitt úr aukaspyrnu og hinn 16 ára gamli James Vaughan gerði síðasta mark þeirra rétt undir lokin í sínum fyrsta leik með aðalliði félagsins. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Everton, sem nú hefur náð fjögurra stiga forystu á Liverpool í baráttunni um hið dýrmæta fjórða sæti, sem veitir sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×