Fleiri fréttir Redondo leggur skóna á hilluna Argentínumaðurinn Fernando Redondo hefur ákveðið að hætta í fótboltanum. Redondo er 35 ára og var ein helsta hetjan hjá Real Madríd seint á 10. áratug síðustu aldar en var seldur til AC Milan fyrir 4 árum. Redondo meiddist á hné skömmu síðar og spilaði ekki með AC Milan fyrr en tveimur árum eftir að hann gekk til liðs við félagið. 28.11.2004 00:01 Fyrsti titill Willums með Val Valur sigraði tvöfalt á Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem var að ljúka en bæði karla og kvennalið meistaraflokka félagsins fóru með sigur úr bítum á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Karlalið Vals sigraði KR í úrslitaleik 2-1 og kvennalið Vals lagði Stjörnuna 2-0 í úrslitaleiknum. Það má því með sanni segja að hinn nýráðni þjálfari Vals, Willum Þór Þórsson, hafi fengið draumabyrjun. 28.11.2004 00:01 Hasar fyrir norðan Talsverður hiti var í leikmönnum íshokkíliða Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gær og varð dómari leiksins að hafa sig frammi við að skilja að einstaka leikmenn allan leikinn. Norðanmenn höfðu engu að síður góðan sigur 8-4. 28.11.2004 00:01 Liverpool vann Arsenal Liverpool vann dramatískan sigur á Englandsmeisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú undir kvöldið, 2-1, þar sem Neil Mellor skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir lok viðbótartíma. Tottenham vann 2-0 sigur á Middlesbrough og Newcastle og Everton gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag. 28.11.2004 00:01 Diouf heldur ekki munnvatni "Seint læra sumir en læra þó" segir gamall málsháttur sem ekki á neinn hátt getur átt við senegalska knattspyrnumanninn El Hadji-Diouf sem í dag var sektaður af Bolton um 60.000 pund eða 2 vikna laun. Diouf sem leikur sem lánsmaður hjá Bolton frá Liverpool gerði sig sekan um að hrækja á Arjan De Zeeuw, fyrirliða Portsmouth í leik liðanna í gær. 28.11.2004 00:01 Enn skorar Crespo AC Milan náði að saxa á forskot toppliðs Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag niður í 3 stig með naumum 0-1 sigri á Chievo. Hernan Crespo skoraði sigurmarkið. Stórleikur helgarinnar á Ítalíu hefst kl. 19.30 þegar Inter Milan tekur á móti Juventus en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin á Ítalíu: 28.11.2004 00:01 Það var allt vitlaust Það var líf og fjör í leik Þórs og Fram í Norðurriðli Íslandsmótsins á laugardag. Upp úr sauð í lokin þegar Framarinn Ingólfur Axelsson braut illa á Þórsaranum Gorani Gusic. Ingólfur uppskar rautt spjald fyrir vikið og á leið sinni til búningsherbergja stjakaði Ingólfur við leikmönnum 3. flokks Þórs sem ögruðu honum. 28.11.2004 00:01 Lætur ekki deigan síga "Mér líður mun betur núna og er farin að anda léttar en ég gerði þegar þessi ósköp dundu yfir," segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, sunddrottning úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Ragnheiður er á batavegi eftir slæma byltu á hálkubletti í vikunni sem varð til þess að hún þríbrotnaði á ökkla. Hún verður klár í slaginn á ný eftir sex vikur. 28.11.2004 00:01 Molar helgarinnar 28.11.2004 00:01 5 marka sigur Real Madrid Real Madrid er komið í 2. sætið í spænska fótboltanum eftir stórsigur á Levante í kvöld, 5-0. Ronaldo skoraði tvö mörk, það fyrra undir lok fyrri hálfleiks en Real skoraði 4 mörk í seinni hálfleik. Barcelona er enn efst með 32 stig, Real Madrid með 25 og Espanyol sem vann Atletico Madrid 2-1 er í þriðja sætinu með 23 stig. Real Betis vann Villarreal og er í 4. sæti með 21 stig. 28.11.2004 00:01 Ellefta jafntefli Inter Juventus mistókst að endurheimta 6 stiga forskot sitt á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Inter Milan á útivelli. Heimamenn í Inter lentu 0-2 undir með mörkum Marcelo Zalayeta og Zlatan Ibrahimovic úr víti áður en Christian Vieri og Adriano náðu að jafna fyrir Inter í seinni hálfleik. 28.11.2004 00:01 Blackburn loks af botninum Blackburn vann verðskuldaðan 0-2 útisigur á Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta rétt í þessu og lyfti sér af botni deildarinnar upp í 15. sætið. Sex leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í dag. Hæst ber að nefna Íslendingaslaginn í Dalnum þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í toppliði Chelsea. 27.11.2004 00:01 40 stig Bryant dugðu Lakers ekki 13 leikir voru í NBA körfuboltanum í nótt. Meistararnir í Detroit mörðu sigur á Miami Heat í leik sem sýndur var beint á Sýn. Richard Hamilton skoraði sigurkörfu Pistons þegar rúm sekúnda var til leiksloka, úrslitin 78-77. Sacramento vann LA Lakers, 109 - 106. Kobe Bryant var stigahæsti leikmaðurinn í leikjunum 13 í gærkvöldi, skoraði 40 stig. 27.11.2004 00:01 Sú finnska sigraði í stórsviginu Finnska stúlkan Tania Poutianen sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Aspen Colorado í gær. Poutianen varð 9 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Önju Person frá Svíþjóð sem varð önnur. Janica Kostelic Króatíu varð í þriðja sæti. Þetta var annar heimsbikarsigur Poutianen. 27.11.2004 00:01 Róbert frá fram í febrúar Handboltamaðurinn Róbert Sighvatsson leikur ekki með liði sínu Wetzlar næstu vikurnar. Hann fingurbrotnaði í leik gegn Flensburg í þýska handboltanum fyrir viku. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá vegna meiðslanna en þýski netmiðilinn Sport1 segir að Wetzlar verði líklega án Róberts og félaga hans Kai Kieselhorst þar til í febrúar. 27.11.2004 00:01 Blak: KA vann Þrótt KA sigraði Þrótt Reykjavík 3-2 í 1. deild kvenna í blaki á Akureyri í gærkvöldi. Þróttur komst í 2-0 en KA-konur unnu þrjár næstu hrinur. Liðin keppa aftur á Akureyri í dag klukkan 16.30. 27.11.2004 00:01 Hermann úr byrjunarliði Charlton! Hermann Hreiðarsson hefur í fyrsta sinn síðan hann gekk til liðs við enska úrvalsdeildarlið Charlton misst byrjunarliðssæti sitt hjá liðinu en Hemmi situr á varamannabekk liðsins sem mætir Chelsea. Eiður Smári Guðjonsen er hins vegar í byrjunarliði Chelsea. Af öðrum Íslendingum er það að frétta að Jóhannes Karl Guðjónsson í banni hjá Leicester.. 27.11.2004 00:01 Rautt spjald eftir 15 sekúndur Sá fáheyrði atburður átti sér stað í mexíkósku bikarkeppninni í knattspyrnu á fimmtudagskvöld að leikmaður afrekaði að vera rekinn af velli aðeins 15 sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður. 27.11.2004 00:01 Chelsea rúllaði yfir Charlton Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea sem tók Charlton í bakaríið 4-0 yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður skoraði markið á 59. mínútu og lagði fyrsta markið upp fyrir Damien Duff á 5. mínútu. John Terry skoraði tvisvar fyrir Chelsea sem er nú með 5 stiga forystu á toppi deildarinnar. Man Utd vann öruggan 0-3 útisigur á W.B.A. og skoraði Paul Scholes tvisvar. 27.11.2004 00:01 KA sigldi yfir í leikslok Einn leikur fór fram í Norður riðli Íslandsmótsins í handbolta karla í dag þegar KA sigraði HK naumlega í Digranesi, 30-29. HK sem hefði getað tyllt sér á toppinn með sigri leiddi nánast allan leikinn þar til í lokin þegar norðanmenn sigldu yfir með marki Halldórs Sigfússonar úr vítakasti þremur sekúndum fyrir leikslok. 27.11.2004 00:01 Bayern jók forystuna Bayern Munchen sem um síðustu helgi náði toppsætinu í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í fyrsta sinn í 18 mánuði juku í dag forskot sitt á toppi deildarinnar í 5 stig eftir 4-2 sigur á Mainz. Þórður Guðjónsson lék seinni hálfleikinn í liði Bochum sem vann öruggan 3-1 sigur á Nurnberg. 27.11.2004 00:01 Keflavík Hópbílabikarmeistari Kvennalið Keflavíkur tryggði sér nú síðdegis Hópbílabikarinn í körfubolta með sigri á ÍS í úrslitaleik keppninnar, 76:65, en leikið var í KR-heimilinu. Staðan í hálfleik var 39-37 fyrir Keflavík. María Ben Erlingsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru stigahæstar Íslandsmeistaranna. 27.11.2004 00:01 Jafnt hjá Þór og Fram Þór og Fram gerðu jafntefli, 28-28 í Norður Riðli Íslandsmótsins í handbolta karla nú undir kvöldið en leikið var í Höllinni á Akureyri. Liðin eru áfram í 4. og 5. sætum deildarinnar eftir leikinn, bæði með 10 stig en markatala Fram er mun betri. Fyrr í dag unnu KA-menn nauman sigur á HK í Digranesi, 29-30. 27.11.2004 00:01 Man City sigraði Villa Man City lyfti sér upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu með 2-0 sigri á Aston VIlla. Jonathan Macken og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk City sem er nú með 20 stig í 9. sæti, 16 stigum á eftir toppliði Chelsea. Aston Villa er í 6. sæti eftir tapið með 24 stig. 27.11.2004 00:01 Það mætir enginn Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik munu ekki leika á heimavelli gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa. 27.11.2004 00:01 Orðaður við stórliðið Flensburg Forráðamenn danska handknattleiksliðsins Aarhus GF segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til ad halda í Róbert Gunnarsson, línumann liðsins og íslenska landsliðsins. 27.11.2004 00:01 Tanja sigraði svig kvenna Hin finnska Tanja Poutiainen bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti í stórsvigi kvenna sem fram fór í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags. 27.11.2004 00:01 Kaupum ekki Defoe, segir Mourinho Jose Mourinho, hinn portúgalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið ætli að kaupa enska landsliðsmanninn Jermain Defoe frá Tottenham fyrir fimmtán milljónir punda þegar leikmannamarkaðurinn opnar á nýjan leik í janúar. 27.11.2004 00:01 Pacers græðir 8 milljónir dollara Indiana Pacers græðir um átta milljónir dollara á því að þrír leikmenn liðsins, Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, voru dæmdir í löng bönn fyrir slagsmál í leik Indiana og Detroit Pistons á dögunum 27.11.2004 00:01 Læknir Juventus dæmdur í fangelsi Riccardo Agricola, læknir ítalska stórliðins Juventus, var í gær dæmdur í 22ja mánaða fangelsi fyrir að hafa dreift hinu ólöglega blóðaukandi lyfi EPO á meðal leikmanna liðsins fyrir nokkrum árum. 27.11.2004 00:01 Keflavík vann Hópbílabikarinn Keflavík og ÍS mættust í úrslitum Hópbílabikarsins í körfuknattleik í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri háflleik en Keflavík tókst að stöðva lykilleikmenn í ÍS-liðinu í seinni hálfleik og vann öruggan sigur, 76-65. 27.11.2004 00:01 Haukar úr leik í bikarnum Íslandsmeistarar Hauka í handbolta féllu í kvöld óvænt út úr bikarkeppninni þegar þeir töpuðu fyrir ÍR á heimavelli sínum í Hafnarfirði, 31-34 í átta liða úrslitum keppninnar. Fannar Þorbjörnsson var markahæstur Breiðhyltinga með 7 mörk en Andri Stefan skoraði mest heimamanna eða 8 mörk. Þar með hafa ÍR-ingar tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin. 26.11.2004 00:01 Aftur til Tromsö? Norska dagblaðið Nordlys greinir frá því í dag að knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson sé hugsanlega á leiðinni til Tromsö. Liðið varð í 4. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Í blaðinu kemur fram að þjálfari Tromsö, Tore Rismo og eftirmaður hans í starfi, Otto Ulseth, hafi rætt við Tryggva. 26.11.2004 00:01 Björgvin í 5. sæti Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson varð í fimmta sæti í svigi á Evrópubikarmóti á skíðum í Landgraaf í Hollandi í gær. Mót þetta er nokkuð sérstætt því það fór fram innanhúss og keppt var með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur fengu ekki stig fyrir frammistöðuna en næst verður keppt í Levi í Finnlandi 1. og 2. desember, þar fara fram tvö stórsvigsmót. 26.11.2004 00:01 Keflvíkingar töpuðu Á meðan Keflvíkingar vinna hvern leikinn eftir annan í Evrópukeppninni í körfubolta gengur verr í Intersportdeildinni. Sameiginlegt lið Hamars og Selfoss lagði Keflavík að vígi í 8. umferðinni í gærkvöldi, 92-86. Það dugði Keflvíkingum ekki að Antony Glover skoraði 39 stig, þeir töpuðu samt. 26.11.2004 00:01 Leika vel þrátt fyrir bannið Það virðist engu breyta þó Indiana leiki án þriggja lykilmanna í NBA körfuboltanum. Frá því að þeir Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson voru dæmdir í keppnisbann hefur Indiana unnið tvo af þremur leikjum sínum. Indiana vann Minnesota 106-102 í gærkvöldi. Jamaal Tinsley skoraði 20 stig og átti 14 stoðsendingar en Austin Croshere var stigahæstur með 25 stig. 26.11.2004 00:01 Stanslausar æfingar að skila sér "Ég er mjög ánægður enda undanfarin ár kannski ekki verið ýkja góð hjá mér og ég gæli við að ná að halda þessu formi áfram," segir Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, en hann gerði sér lítið fyrir og náði fimmta sæti á sterku móti sem fram fór innanhúss í Hollandi í vikunni. 26.11.2004 00:01 Henry verður líklega með Markahrókurinn Thierry Henry verður líklega með í stórleik Arsenal og Liverpool um helgina, en hann hefur átt við meiðsli að stríða, sem óvíst var að hann næði að hrista af sér í tæka tíð. Strákarnir frá bítlaborginni verða hins vegar enn að gera sér að góðu að leika án tveggja skærustu framherja sinna, Djibril Cisse og Milan Baros, auk þess sem Spánverjinn Luis Garcia bættist á meiðslalistann í vikunni. 26.11.2004 00:01 Úrslitin skulu standa Áfrýjunardómstóll KKÍ tók í gær fyrir áfrýjun í máli Fjölnis og Hauka í Intersportdeildinni þar sem biluð leikklukka er talin hafa ráðið úrslitum í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar. 26.11.2004 00:01 Verðugur andstæðingur ÍS og Keflavík leika til úrslita í Hópbílabikar kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavík er taplaust það sem af er í deildinni en ÍS er í öðru sæti þegar sjö umferðir eru búnir. Liðin mættust á heimavelli ÍS í síðasta mánuði og þá hafði Keflavík betur, 64-79. 26.11.2004 00:01 Breyttar reglur innanhússfótbolta Um helgina verður keppt um Íslandsbikarinn í innanhússknattspyrnu bæði í karla- og kvennaflokki. Riðlakeppni 1. deildar karla fer fram í Laugardalshöll á laugardag og riðlakeppni 1. deildar kvenna í Austurbergi sama dag. 26.11.2004 00:01 Molar um Hópbílabikarkeppni kvenna Í dag fer fram fimmti úrslitaleikur í Hópbílabikarkeppni kvenna milli Keflavíkur og ÍS og er búist við spennandi leik. Keflavíkurstelpur eru taldar líklegri til sigurs 26.11.2004 00:01 Læknir Juventus fundinn sekur Riccardo Agricola, yfirlæknir ítalska stórliðsins Juventus, hefur verið fundinn sekur af því að byrla leikmönnum liðsins ólögleg lyf á tíunda áratugnum. Agricola var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi af kviðdómi í Tórínó í dag 26.11.2004 00:01 Grindavík yfir í hálfleik Leikur Grindavíkur og Hauka í Intersportdeildinni í körfuknattleik stendur nú yfir í Grindavík og er staðan í hálfleik 40-31, heimamönnum í vil. 26.11.2004 00:01 ÍBV yfir í Eyjum Klukkan 19:15 hófst leikur ÍBV og Víkings í Suðurriðli úrvaldsdeild karla í handknattleik. Í hálfleik er staðan 12-10, ÍBV í vil. 26.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Redondo leggur skóna á hilluna Argentínumaðurinn Fernando Redondo hefur ákveðið að hætta í fótboltanum. Redondo er 35 ára og var ein helsta hetjan hjá Real Madríd seint á 10. áratug síðustu aldar en var seldur til AC Milan fyrir 4 árum. Redondo meiddist á hné skömmu síðar og spilaði ekki með AC Milan fyrr en tveimur árum eftir að hann gekk til liðs við félagið. 28.11.2004 00:01
Fyrsti titill Willums með Val Valur sigraði tvöfalt á Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem var að ljúka en bæði karla og kvennalið meistaraflokka félagsins fóru með sigur úr bítum á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Karlalið Vals sigraði KR í úrslitaleik 2-1 og kvennalið Vals lagði Stjörnuna 2-0 í úrslitaleiknum. Það má því með sanni segja að hinn nýráðni þjálfari Vals, Willum Þór Þórsson, hafi fengið draumabyrjun. 28.11.2004 00:01
Hasar fyrir norðan Talsverður hiti var í leikmönnum íshokkíliða Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gær og varð dómari leiksins að hafa sig frammi við að skilja að einstaka leikmenn allan leikinn. Norðanmenn höfðu engu að síður góðan sigur 8-4. 28.11.2004 00:01
Liverpool vann Arsenal Liverpool vann dramatískan sigur á Englandsmeisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú undir kvöldið, 2-1, þar sem Neil Mellor skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir lok viðbótartíma. Tottenham vann 2-0 sigur á Middlesbrough og Newcastle og Everton gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag. 28.11.2004 00:01
Diouf heldur ekki munnvatni "Seint læra sumir en læra þó" segir gamall málsháttur sem ekki á neinn hátt getur átt við senegalska knattspyrnumanninn El Hadji-Diouf sem í dag var sektaður af Bolton um 60.000 pund eða 2 vikna laun. Diouf sem leikur sem lánsmaður hjá Bolton frá Liverpool gerði sig sekan um að hrækja á Arjan De Zeeuw, fyrirliða Portsmouth í leik liðanna í gær. 28.11.2004 00:01
Enn skorar Crespo AC Milan náði að saxa á forskot toppliðs Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag niður í 3 stig með naumum 0-1 sigri á Chievo. Hernan Crespo skoraði sigurmarkið. Stórleikur helgarinnar á Ítalíu hefst kl. 19.30 þegar Inter Milan tekur á móti Juventus en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin á Ítalíu: 28.11.2004 00:01
Það var allt vitlaust Það var líf og fjör í leik Þórs og Fram í Norðurriðli Íslandsmótsins á laugardag. Upp úr sauð í lokin þegar Framarinn Ingólfur Axelsson braut illa á Þórsaranum Gorani Gusic. Ingólfur uppskar rautt spjald fyrir vikið og á leið sinni til búningsherbergja stjakaði Ingólfur við leikmönnum 3. flokks Þórs sem ögruðu honum. 28.11.2004 00:01
Lætur ekki deigan síga "Mér líður mun betur núna og er farin að anda léttar en ég gerði þegar þessi ósköp dundu yfir," segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, sunddrottning úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Ragnheiður er á batavegi eftir slæma byltu á hálkubletti í vikunni sem varð til þess að hún þríbrotnaði á ökkla. Hún verður klár í slaginn á ný eftir sex vikur. 28.11.2004 00:01
5 marka sigur Real Madrid Real Madrid er komið í 2. sætið í spænska fótboltanum eftir stórsigur á Levante í kvöld, 5-0. Ronaldo skoraði tvö mörk, það fyrra undir lok fyrri hálfleiks en Real skoraði 4 mörk í seinni hálfleik. Barcelona er enn efst með 32 stig, Real Madrid með 25 og Espanyol sem vann Atletico Madrid 2-1 er í þriðja sætinu með 23 stig. Real Betis vann Villarreal og er í 4. sæti með 21 stig. 28.11.2004 00:01
Ellefta jafntefli Inter Juventus mistókst að endurheimta 6 stiga forskot sitt á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Inter Milan á útivelli. Heimamenn í Inter lentu 0-2 undir með mörkum Marcelo Zalayeta og Zlatan Ibrahimovic úr víti áður en Christian Vieri og Adriano náðu að jafna fyrir Inter í seinni hálfleik. 28.11.2004 00:01
Blackburn loks af botninum Blackburn vann verðskuldaðan 0-2 útisigur á Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta rétt í þessu og lyfti sér af botni deildarinnar upp í 15. sætið. Sex leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í dag. Hæst ber að nefna Íslendingaslaginn í Dalnum þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í toppliði Chelsea. 27.11.2004 00:01
40 stig Bryant dugðu Lakers ekki 13 leikir voru í NBA körfuboltanum í nótt. Meistararnir í Detroit mörðu sigur á Miami Heat í leik sem sýndur var beint á Sýn. Richard Hamilton skoraði sigurkörfu Pistons þegar rúm sekúnda var til leiksloka, úrslitin 78-77. Sacramento vann LA Lakers, 109 - 106. Kobe Bryant var stigahæsti leikmaðurinn í leikjunum 13 í gærkvöldi, skoraði 40 stig. 27.11.2004 00:01
Sú finnska sigraði í stórsviginu Finnska stúlkan Tania Poutianen sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Aspen Colorado í gær. Poutianen varð 9 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Önju Person frá Svíþjóð sem varð önnur. Janica Kostelic Króatíu varð í þriðja sæti. Þetta var annar heimsbikarsigur Poutianen. 27.11.2004 00:01
Róbert frá fram í febrúar Handboltamaðurinn Róbert Sighvatsson leikur ekki með liði sínu Wetzlar næstu vikurnar. Hann fingurbrotnaði í leik gegn Flensburg í þýska handboltanum fyrir viku. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá vegna meiðslanna en þýski netmiðilinn Sport1 segir að Wetzlar verði líklega án Róberts og félaga hans Kai Kieselhorst þar til í febrúar. 27.11.2004 00:01
Blak: KA vann Þrótt KA sigraði Þrótt Reykjavík 3-2 í 1. deild kvenna í blaki á Akureyri í gærkvöldi. Þróttur komst í 2-0 en KA-konur unnu þrjár næstu hrinur. Liðin keppa aftur á Akureyri í dag klukkan 16.30. 27.11.2004 00:01
Hermann úr byrjunarliði Charlton! Hermann Hreiðarsson hefur í fyrsta sinn síðan hann gekk til liðs við enska úrvalsdeildarlið Charlton misst byrjunarliðssæti sitt hjá liðinu en Hemmi situr á varamannabekk liðsins sem mætir Chelsea. Eiður Smári Guðjonsen er hins vegar í byrjunarliði Chelsea. Af öðrum Íslendingum er það að frétta að Jóhannes Karl Guðjónsson í banni hjá Leicester.. 27.11.2004 00:01
Rautt spjald eftir 15 sekúndur Sá fáheyrði atburður átti sér stað í mexíkósku bikarkeppninni í knattspyrnu á fimmtudagskvöld að leikmaður afrekaði að vera rekinn af velli aðeins 15 sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður. 27.11.2004 00:01
Chelsea rúllaði yfir Charlton Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea sem tók Charlton í bakaríið 4-0 yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður skoraði markið á 59. mínútu og lagði fyrsta markið upp fyrir Damien Duff á 5. mínútu. John Terry skoraði tvisvar fyrir Chelsea sem er nú með 5 stiga forystu á toppi deildarinnar. Man Utd vann öruggan 0-3 útisigur á W.B.A. og skoraði Paul Scholes tvisvar. 27.11.2004 00:01
KA sigldi yfir í leikslok Einn leikur fór fram í Norður riðli Íslandsmótsins í handbolta karla í dag þegar KA sigraði HK naumlega í Digranesi, 30-29. HK sem hefði getað tyllt sér á toppinn með sigri leiddi nánast allan leikinn þar til í lokin þegar norðanmenn sigldu yfir með marki Halldórs Sigfússonar úr vítakasti þremur sekúndum fyrir leikslok. 27.11.2004 00:01
Bayern jók forystuna Bayern Munchen sem um síðustu helgi náði toppsætinu í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í fyrsta sinn í 18 mánuði juku í dag forskot sitt á toppi deildarinnar í 5 stig eftir 4-2 sigur á Mainz. Þórður Guðjónsson lék seinni hálfleikinn í liði Bochum sem vann öruggan 3-1 sigur á Nurnberg. 27.11.2004 00:01
Keflavík Hópbílabikarmeistari Kvennalið Keflavíkur tryggði sér nú síðdegis Hópbílabikarinn í körfubolta með sigri á ÍS í úrslitaleik keppninnar, 76:65, en leikið var í KR-heimilinu. Staðan í hálfleik var 39-37 fyrir Keflavík. María Ben Erlingsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru stigahæstar Íslandsmeistaranna. 27.11.2004 00:01
Jafnt hjá Þór og Fram Þór og Fram gerðu jafntefli, 28-28 í Norður Riðli Íslandsmótsins í handbolta karla nú undir kvöldið en leikið var í Höllinni á Akureyri. Liðin eru áfram í 4. og 5. sætum deildarinnar eftir leikinn, bæði með 10 stig en markatala Fram er mun betri. Fyrr í dag unnu KA-menn nauman sigur á HK í Digranesi, 29-30. 27.11.2004 00:01
Man City sigraði Villa Man City lyfti sér upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu með 2-0 sigri á Aston VIlla. Jonathan Macken og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk City sem er nú með 20 stig í 9. sæti, 16 stigum á eftir toppliði Chelsea. Aston Villa er í 6. sæti eftir tapið með 24 stig. 27.11.2004 00:01
Það mætir enginn Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik munu ekki leika á heimavelli gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa. 27.11.2004 00:01
Orðaður við stórliðið Flensburg Forráðamenn danska handknattleiksliðsins Aarhus GF segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til ad halda í Róbert Gunnarsson, línumann liðsins og íslenska landsliðsins. 27.11.2004 00:01
Tanja sigraði svig kvenna Hin finnska Tanja Poutiainen bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti í stórsvigi kvenna sem fram fór í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags. 27.11.2004 00:01
Kaupum ekki Defoe, segir Mourinho Jose Mourinho, hinn portúgalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið ætli að kaupa enska landsliðsmanninn Jermain Defoe frá Tottenham fyrir fimmtán milljónir punda þegar leikmannamarkaðurinn opnar á nýjan leik í janúar. 27.11.2004 00:01
Pacers græðir 8 milljónir dollara Indiana Pacers græðir um átta milljónir dollara á því að þrír leikmenn liðsins, Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, voru dæmdir í löng bönn fyrir slagsmál í leik Indiana og Detroit Pistons á dögunum 27.11.2004 00:01
Læknir Juventus dæmdur í fangelsi Riccardo Agricola, læknir ítalska stórliðins Juventus, var í gær dæmdur í 22ja mánaða fangelsi fyrir að hafa dreift hinu ólöglega blóðaukandi lyfi EPO á meðal leikmanna liðsins fyrir nokkrum árum. 27.11.2004 00:01
Keflavík vann Hópbílabikarinn Keflavík og ÍS mættust í úrslitum Hópbílabikarsins í körfuknattleik í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri háflleik en Keflavík tókst að stöðva lykilleikmenn í ÍS-liðinu í seinni hálfleik og vann öruggan sigur, 76-65. 27.11.2004 00:01
Haukar úr leik í bikarnum Íslandsmeistarar Hauka í handbolta féllu í kvöld óvænt út úr bikarkeppninni þegar þeir töpuðu fyrir ÍR á heimavelli sínum í Hafnarfirði, 31-34 í átta liða úrslitum keppninnar. Fannar Þorbjörnsson var markahæstur Breiðhyltinga með 7 mörk en Andri Stefan skoraði mest heimamanna eða 8 mörk. Þar með hafa ÍR-ingar tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin. 26.11.2004 00:01
Aftur til Tromsö? Norska dagblaðið Nordlys greinir frá því í dag að knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson sé hugsanlega á leiðinni til Tromsö. Liðið varð í 4. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Í blaðinu kemur fram að þjálfari Tromsö, Tore Rismo og eftirmaður hans í starfi, Otto Ulseth, hafi rætt við Tryggva. 26.11.2004 00:01
Björgvin í 5. sæti Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson varð í fimmta sæti í svigi á Evrópubikarmóti á skíðum í Landgraaf í Hollandi í gær. Mót þetta er nokkuð sérstætt því það fór fram innanhúss og keppt var með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur fengu ekki stig fyrir frammistöðuna en næst verður keppt í Levi í Finnlandi 1. og 2. desember, þar fara fram tvö stórsvigsmót. 26.11.2004 00:01
Keflvíkingar töpuðu Á meðan Keflvíkingar vinna hvern leikinn eftir annan í Evrópukeppninni í körfubolta gengur verr í Intersportdeildinni. Sameiginlegt lið Hamars og Selfoss lagði Keflavík að vígi í 8. umferðinni í gærkvöldi, 92-86. Það dugði Keflvíkingum ekki að Antony Glover skoraði 39 stig, þeir töpuðu samt. 26.11.2004 00:01
Leika vel þrátt fyrir bannið Það virðist engu breyta þó Indiana leiki án þriggja lykilmanna í NBA körfuboltanum. Frá því að þeir Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson voru dæmdir í keppnisbann hefur Indiana unnið tvo af þremur leikjum sínum. Indiana vann Minnesota 106-102 í gærkvöldi. Jamaal Tinsley skoraði 20 stig og átti 14 stoðsendingar en Austin Croshere var stigahæstur með 25 stig. 26.11.2004 00:01
Stanslausar æfingar að skila sér "Ég er mjög ánægður enda undanfarin ár kannski ekki verið ýkja góð hjá mér og ég gæli við að ná að halda þessu formi áfram," segir Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, en hann gerði sér lítið fyrir og náði fimmta sæti á sterku móti sem fram fór innanhúss í Hollandi í vikunni. 26.11.2004 00:01
Henry verður líklega með Markahrókurinn Thierry Henry verður líklega með í stórleik Arsenal og Liverpool um helgina, en hann hefur átt við meiðsli að stríða, sem óvíst var að hann næði að hrista af sér í tæka tíð. Strákarnir frá bítlaborginni verða hins vegar enn að gera sér að góðu að leika án tveggja skærustu framherja sinna, Djibril Cisse og Milan Baros, auk þess sem Spánverjinn Luis Garcia bættist á meiðslalistann í vikunni. 26.11.2004 00:01
Úrslitin skulu standa Áfrýjunardómstóll KKÍ tók í gær fyrir áfrýjun í máli Fjölnis og Hauka í Intersportdeildinni þar sem biluð leikklukka er talin hafa ráðið úrslitum í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar. 26.11.2004 00:01
Verðugur andstæðingur ÍS og Keflavík leika til úrslita í Hópbílabikar kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavík er taplaust það sem af er í deildinni en ÍS er í öðru sæti þegar sjö umferðir eru búnir. Liðin mættust á heimavelli ÍS í síðasta mánuði og þá hafði Keflavík betur, 64-79. 26.11.2004 00:01
Breyttar reglur innanhússfótbolta Um helgina verður keppt um Íslandsbikarinn í innanhússknattspyrnu bæði í karla- og kvennaflokki. Riðlakeppni 1. deildar karla fer fram í Laugardalshöll á laugardag og riðlakeppni 1. deildar kvenna í Austurbergi sama dag. 26.11.2004 00:01
Molar um Hópbílabikarkeppni kvenna Í dag fer fram fimmti úrslitaleikur í Hópbílabikarkeppni kvenna milli Keflavíkur og ÍS og er búist við spennandi leik. Keflavíkurstelpur eru taldar líklegri til sigurs 26.11.2004 00:01
Læknir Juventus fundinn sekur Riccardo Agricola, yfirlæknir ítalska stórliðsins Juventus, hefur verið fundinn sekur af því að byrla leikmönnum liðsins ólögleg lyf á tíunda áratugnum. Agricola var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi af kviðdómi í Tórínó í dag 26.11.2004 00:01
Grindavík yfir í hálfleik Leikur Grindavíkur og Hauka í Intersportdeildinni í körfuknattleik stendur nú yfir í Grindavík og er staðan í hálfleik 40-31, heimamönnum í vil. 26.11.2004 00:01
ÍBV yfir í Eyjum Klukkan 19:15 hófst leikur ÍBV og Víkings í Suðurriðli úrvaldsdeild karla í handknattleik. Í hálfleik er staðan 12-10, ÍBV í vil. 26.11.2004 00:01