Sport

Úrslitin skulu standa

Áfrýjunardómstóll KKÍ tók í gær fyrir áfrýjun í máli Fjölnis og Hauka í Intersportdeildinni þar sem biluð leikklukka er talin hafa ráðið úrslitum í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar. Fjölnismenn unnu leikinn, 87-86, en Haukar kærðu úrslitin vegna bilunar í leikklukku á lokasekúndum leiksins. Dómstóll KKÍ ógilti úrslitin og ákvað að leikurinn skyldi fara fram á nýjan leik. Fjölnismenn áfrýjuðu og áfrýjunardómstóll KKÍ úrskurðaði í gær að úrslit leiksins skyldu standa þar ekki væri hægt fyrir dómstóla að breyta umdeildum ákvörðunum dómara. Þessi niðurstaða er endanleg og geta Haukar ekki áfrýjað henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×