Sport

KA sigldi yfir í leikslok

Einn leikur fór fram í Norður riðli Íslandsmótsins í handbolta karla í dag þegar KA sigraði HK naumlega í Digranesi, 30-29. HK sem hefði getað tyllt sér á toppinn með sigri leiddi nánast allan leikinn þar til í lokin þegar norðanmenn sigldu yfir með marki Halldórs Sigfússonar úr vítakasti þremur sekúndum fyrir leikslok. Hjá KA var Halldór markahæstur með 7 mörk en Augustas Strazdas skoraði mest heimamanna eða 6 mörk. KA hefur því sætaskipti við HK sem sitja í þriðja sæti riðilsins eftir leikinn en KA í 2. sæti með jafnmörg stig og topplið Hauka eða 12 stig. Haukar eiga leik til góða gegn Aftureldingu á Ásvöllum á morgun sunnudag kl. 17.30. Í Höllinni á Akureyri mætast kl 16.15 í dag, Þór og Fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×