Sport

Kaupum ekki Defoe, segir Mourinho

Jose Mourinho, hinn portúgalski knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið ætli að kaupa enska landsliðsmanninn Jermain Defoe frá Tottenham fyrir fimmtán milljónir punda þegar leikmannamarkaðurinn opnar á nýjan leik í janúar. "Mér finnst Defoe vera frábær leikmaður en við þörfnumst ekki framherja núna. Ég er með Mateja Kezman, Eið Guðjohnsen og Didier Drogba. Það er nóg," sagði Mourinho við enska fjölmiðla í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×