Sport

Læknir Juventus fundinn sekur

Riccardo Agricola, yfirlæknir ítalska stórliðsins Juventus, hefur verið fundinn sekur af því að byrla leikmönnum liðsins ólögleg lyf á tíunda áratugnum. Agricola var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi af kviðdómi í Tórínó í dag, sex árum eftir að fyrrum knattspyrnustjóri Roma, Zdenek Zeman, ásakaði hann um að gefa leikmönnum ólögleg lyf, án þeirra vitundar. Antonio Giraudo, stjórnarformaður félagsins, sem ásamt Agricola hefur ávalt neitað sakargiftum, var hins vegar sýknaður. Ákærendur í málinu héldu því fram að leikmenn Juventus hefðu reglulega verið gefið ólögleg lyf á árunum 1994 - 1998. Þeir fóru fram á þriggja ára og tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir Agricola og tveggja ára og eins mánaðar fangelsisdóm fyrir Giraudo. Verjendur Juventus sögðu hins vegar að engin sönnunargögn lægju fyrir í málinu. Zinedine Zidane, Gianluca Vialli, Roberto Baggio og Alessandro Del Piero eru á meðal þeirra leikmanna sem borið hafa vitni í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×